Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 10
108
SKINFAXl
hafa þótt miklar lík.ur til, að Erlingur yrði
aðstoðarmaður og eftirmaður föður síns og
þá með tímanum aðalsundkennari landsins.
Og þar sem maðurinn hafði sýnt ákveðna
yfirburði og átti svo þýðingarmikið starf
fyrir höndum var síst ástæða til að sjá
eftir þessum styrk. Erlingur fór utan síð-
astliðinn vetur og iðkaði sund fram á vor
í hinum besta sundskóla í Lundúnum.
Fann hann þar, og fékk tækifæri að æfa
sig við, hina ágætustu meistara, bæði héð-
an og úr álfunni og úr hinum enskumæl-
andi löndum handan við höf. Þar var
meðal annara sundgarpur Svía, sá sem
steypt hefir sér 91 fet til sunds og komist
lifandi af. Þóttist hann enn eiga nokkuð
ólært. Heldur andaði kalt að Erlingi úr
hópi Dana, sem hann komst í kynni við í
félagi Norðurlandabúa. Situr úvalt fastur
í höfði þeirra sá hugsunarháttur, sem ís-
lendingar hafa raunar trúlega fylgt, að það
sé árás á tign og veldi Danmerkur, ef Is-
lendingar fara í önnur lönd en þangað til
náms og menningarauka. Engir leituðu
jafn ókurteislega og heimskulega frétta af
landinu og Danir. Einn spurði Erling,
hvort konur hér bæru ekki börnin í pokum
á bakinu. Það er gamla sagan að blanda
saman Grænlandi og Islandi, Eskimóum
og íslendingum. Danskur herforingi, sem
verið hafði við mælingar hér sýndi skugga-
rnyndir af íslensku lífi. Var þar alt valið
sem okkur mátti mest til minkunar verða,
og þó Iogið í viðbót í frásögninni. Varð
ræðumaður heldur skömmustulegur er Er-
lingur siðar um kvöldið benti honum á
sumar vitleysurnar.
í London æfði Erlingur nú öll algeng-
ustu suud: grúfusund, baksund, hliðsund
og björgun og tók kennarapróf í þeim öll-
um. Ennfremur dýfingar, skriðsund og
vatnsleiki ýmsa, svo sem Water Polo.
Það er knattleikur leikinn á sundi og mun
Erlingur hafa í hyggju að stofna sérstak-
an flokk til að æfa þann leik hér í Rvík.
Til kapprauna á erlendum mótum, ef til
kæmi, ráðlögðu kennarar Erlings honum
helst langsund, eigi styttra en mílu enska,
og spáðu vel fyrir. Og ekki er það alveg
ómögulegt, að Erlingur geti unnið sér og
landinu sóma á erlendum mótum með
sundfimi sinni, þótt aðstaðan sé ill hér
heima. En þó að það verði ekki.þáværi
minstu spilt að hyggju þess er þetta ritar.
Miklu meira væri vert um, að Erlingi end-
ist líf og heilsa til að kenna íslendingum
vel að synda, að útbreiða sundmentun inn í
hvern fjörð og dal, uns öll þjóðin flýtur, ef á
vatn væri kastað. Margir aðrir hafa unnið
og munu vinna að því, en langmest áhrif
hefir þó sundkennarinn við laugarnar í
Reykjavík. Og þeir sem þekkja Erling
vænta hins besta af honum í því sem öðru.
Jóhann Markússon.
IV.
Svo var til ætlast, að eigi yrðu hér færð
í letur fleiri afreksverk hr. J. M. en orðið
var. En sökum þess að hann hefir ný-
Iega eyðilagt tvo menn með herfilegu móti,
þá þykir rétt að greina frá þeim atvikum.
A útmánuðunum í vetur var allmjög
tekið að sverfa að Grundarbóndanum;
skorti hey, vistir og peninga. Sér hann
að eigi má svo búið standa, bregður sér
til Ieynivínsala eins (og það er talsvert af
þeim í Grundarhverfinu) og hefir þaðan
með sér allmiklar vínbirgðir. Þannig vopn-
aður þykist Jóh. nú fær í flestan sjó. Ríð-
ur hann upp í næstu bygð, og dreypir á
bændur úr kútnum. Þar í sveit eru eldri
menn lítt hneigðir að bindindi og þótti
vænt um að fú sopann ókeypis og heim-
fluttan og lofuðu mjög rausn og veglyndi
Jóhanns. Á einum bæ þar hittir Jóhann
mág sinn, gefur honum vín, og er hann
sýnist mjög ósjálfbjarga orðinn, dregur
filisteinn úr vasa sínum fullkomið ábyrgð-
arskjal, að upphæð 12.000 kr., og skorti