Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXI 139 einn hjálpað ððrum. Menn leituðu í aust- ur, vestur, suður og norður, liver eflir sín- um geðþótta. Allur þorri manna myndi hvergi fara, eins og gerist nú, en þeir sem útþráin býr í, myndn leita um stund að heiman, og að jafnaði snúa aftur með hugann auðugan að endurminningum um fögur héruð og góða menn. Heima og erlendis. Skiðuferðir. Veturinn kemur snemma þetta sinn, og er nú fannfergi víða um land. Iþrótta- mennirnir eru líka búnir að gera ýmsar ráðstafanir til að nota snjóinn. Skíðafé- lagið í Rvik vonar að geta útbreitt sina fögru íþrótt til muna í höfuðstaðnum; á útmánuðum ráðgerir það allmikla skíðaferð úr Borgarfirði og ofan á Þingvöll. I Rvík eru margir menn sem fúslega mundu æfa skíðaferðir, ef hér væri stöðugur snjór, og brekkur. En hvortveggja er af skornum skamti, og þessvegna verður Skiðafélag- inu og hinum ötula forgöngumanni þess, Múller verslunarstjóra, minna ágengt en seskilegt væri. En í hinum þrem fjórðungum landsins: fyrir vestan, norðan og austan er á hverj- um vetri kafsnjór. Víðast hvar hafa menn þar eitthvað af skíðum, en ekki jafnmörg og menn eru, eins og ætti að vera. Sum- staðar nota menn skíði úr lélegu efni, og með úrellum táböndum, sem hvortveggja dregur úr færni manna Og þar að auki hefir sáralítið vei'ið gert til þess að gera skíðaferðir að sannarlegri íþrótt. Hver hefir gengið á skiðum, þegar hann þurfti og hafði þau við hendina, án þess að fylgja neinum föstum reglum. Opinberar kappraunir í skíðamensku eru sjaldgæfar, líklega að hið fyrsta skíðamót sé það, er Suður-Þingeyingar háðu í fyrra vetur, og sagt var frá hér í blaðinu. Skíðalistin þarf að vera á háu stigi í öllum snjóhéruðum landsins. Allir, bæði karlar og konur að kunna vel á skíðum, eiga góð skíði, með góðum útbúnaði; kunna að nota áltavita og landabréf á ferðalagi. Og kunna að grafa sig í fönn, sem oft má verða til lífsbjargar í blindhriðum, Meðal þeirra mörgu skíðavina sem fyrir þessu vilja beitast, ætti U. M. S. Þingey- inga að standa framarlega i flokki. Það ætlar uð hafa námsskeið í vetur, og vanda vel til. Á því námsskeiði ætti að æfa skíðamensku öðru fremur, sökum þess, hve skíðin eru nauðsynleg í þeim bygðum, til allra ferðalaga, langan tíma á árinu. Ætli þar sé enginn ungur og hraustur maður, sem vildi dvelja í Noregi einn vet- nr og kynna sér vel skíðaferðir Norð- manna? Af þeim verðum við að læra, hvenær sem rekspölur á að komast á íþrótt ])essa. Og eins og utanfarir gerast nú tíðar, og oft ekki til ákveðinna nota, né til fjárgróða, þá ætti þessi hugmynd að geta hvatt einhverja unga menn til fram- kvæmda, — bæði til að vinna öðrum gagn, og hljóta sæmd af sjálfir. Vínguðinn á að verða útlægur að eilífu héðan af landi á gamlárskvöld í vetur. Svo bjóða bannlögin. En margir menn óska Bakk- usi griða, og enn fleiri teljast á báðurn áttum, eru reiðubúnir til að fylgjast með meiri blutanum, hver sem hann verður, og hvað sem hann vill í þessu máli. Andbanningar hafa hætt allri opinberri mótstöðu gegn banniriu. Þeir sáu að sú aðferð var ekki sigursæl. Þeir hafa talað um að brjóta og drepa lögin með opin- berum samdrykkjum. Þeim gæti tekist það að likindum, en þeir dræpu um leið lagavernd Jijóðfélagsins, sem er þeim til jafnmikils gagns sem öðrum mönnum. Og engin veruleg ástæða er til, að búast við frá bannféndum svo heimskulegri árás

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.