Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 6
142 SKINFAXI ,Þrándur í götu4. Okkur þykir vænt um landið okkar. Við viljum gera Islendinga að voldugri þjóð. Við viljum efla dáð og dygðir í þessu landi. Við viljum bæta atvinnuvegi landsins, hverju nafni sem nefnast, og það er okkar bjargföst trú, að sú verði tíðin, að íslensk skip fljóti ekki aðeins við strendur landsins í hundraðatali, held- ur á öllum höfum, og að íslenskur fáni blakti á öllum höfnum. Við viljum beisla fossana og láta þá vinna fyrir okkur, og við viljum reisa verksmiðjur, sem verka- mennirnir eiga í félagi og reka fyrir eigin reikning, og sjómennina viljum við láta eiga skipin sem þeir róa á. Við viljum koma á öflugum samvinnufélagsskap í landinu, ekki aðeins til að halda einokun- arkaupmönnum vorra tíma í skefjum, heldur viljum við, að samvinnu sé neytt við framleiðsluna að eins miklu leyti og reynslan sýnir að best eigi við. Við vilj- um að auðmenn fái góða vexti af eignum sínum, en við viljum að allir séu auðmenn, en enginn eignalaus. Við viljum láta þá verðhækkun landsins, sem stafar af vexti þjóðfélagsins eða opinberum umbótum, renna í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar, en ekki til einstakra manna eins og nú á sér stað. Við viljum koma á fót menta- stofnun fyrir alla horgara ó vissu aldurs- skeiði, ekki til að kenna þeim hálf-vís- indalegt fróðleikshrafl, heldur lil að kenna þeim að vera borgarar í þjóðfélaginu og sannir menn. Við viljum hækka vinnu- laun og stytta vinnutimann. Við viljum ekki aðeins einblina á framtiðina, við vit- um, að atvinnuvegirnir verða að smá- breytast frá því ástandi, sem þeir eru í nú, og að því viljum við styðja. Við vilj- um leggja járnbrautir um landið og tryggja þjóðinni allan arðinn af þeim. Við viljum framleiða nýjarj jurtategundir, sem gefa meiri arð en þær, sem við ræktum nú, og við trúum því, og byggjum það á reynslu annara landa, að einhvern tíma verði framleiddar svo harðgerðar tegundir af korni og aldinum, að það verði hvort- tveggja ræktað alment á íslandi, þótt náttúruskilyrðin verði söm og nú1). Við viljum skrýða landið skógi og blómum. Við viljum rækta hér pálma og suðrænar skrúðjurtir við hverahitann, og blanda þannig blómfegurð hitabeltisins innan um norðurljós og heimskautafegurðina á Is- landi. Við viljum í fám orðum sagt gera landið okkar að virkilegu draumsælulandi, en til þess að ná því takmarki þarf þjóð með sterka vöðva, beilbrigðar taugar, ein- beittan vilja og ósljóvgaðar tilíinningar; og einungis slíkri þjóð yrðu þessar um- bætur til verulegrar blessunar. En mörgu bjargi þarf að ryðja úr götu áður þessu takmarki verði náð. Ung- mennafélagar! Það er fyrst og fremst ykkar verk að sprengja burt grjótið. Allur veikleiki innan þjóðfélagsins á að eiga grimman óvin þar sem þið eruð; alt rotið eigið þið að leitast við að sníða burtu. Eitt meinið, sem þarf að sníða, eitt bjargið sem þarf að sprengja burtu, er tóbaks- farganið. Það, að tóbaksnautn er gamall og óþrifalegur skrælingjasiður, ósamrým- anlegur menningu og siðprýði, er smá- ræði í samanburði við annað verra. Verst er, að unglingar og óþroskað fólk skuli neyta tóbaks, þvi það er veikast fyrir og þolir verst árás eitursins á líffærin. Þar sem tóbaksins er neytt stöðugt, fær líkam- inn ekki tíma til að bæta upp það, sem eitrið hefir veiklað, heldur fær eitrið fríar hendur til að halda áfram eyðingu sinni, þar sem það hefir unnið nokkuð á eða líkaminn er jveikastur fyrir. Á fullorðins- árunum verður því óvöxtur tóbaksnautnar oftar en skyldi kyrkt sál í kyrktum líkama. Tóbaksnautn er líka völd að siðferðislegu 1) í síðasla árgangi Eimreiðarinnar er ágœt ritgerð urn þetta afriði eftir Ólaf Friðriksson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.