Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 9
SKINFAXI
145
Þetta kver Jóns getur orðið að miklum
notum þótt lítið sé. Ættu ungmennafélag-
ar því að eignast það og lesa — og
breyta eftir því. Með engu þijkkum við
betur höf., sem var góður félagi okkar —
fyrir starfið, en því, að gera alt það, sem
í okkar valdi stendui', til þess að gera
málið sem fegurst og hreinast.
Vinnum öll að því!
J. ív.
Hermann Jónasson : Dulrúnir
Rvík. 1914. Verð 2,50.
Hermann Jónasson verður fyrir sjald-
gæfu láni á rithöfundarbraut sinni. Hann
varð á unga aldri þjóðkunnur maður sem for-
göngumaður í búnaðarframförum og lands-
málabaráttunni. En á efri árum sínuin
byrjar hann, svo að segja af tilviljun, að
skýra frá athugunum um einkennileg sál-
arleg fyrirbrigði er hann skynjar í fari
sínu. Og athuganir hans þykja þá þegar
svo merkilegar, að um leið og þær birt-
ast eru þær alment umtalsefni manna á
meðal, og teknar til rannsókna og skýr-
inga í heimspekisdeild háskólans okkar.
Slika nýjunganámu finna fáir menn í fyrsta
sinn, þegar æfinni tekur að halla. En
einmitt á þessu sviði mun hinn góðkunni
höf. reisa sjer óbrotgjarnasfan minnisvarða.
I Dulrúnum segir höf. frá mörgum dæm-
um um fjarskynjanir sínar og spádrauma,
og frá nokkrum samskonar fyrirbrigðum
eftir reynslu og frásögn annara.
Þá heíir H. J. reynt sjálfur tvískifling
þá, milli sálar og líkama, sem Ilar. Niels-
son skýrði frá í vor, i fyrirlestri í Rvík.
og getið var um í þessu blaði. Svo má
heita að alveg beri saman lýsingu H. N.
á tvífaraástandi frönsku kenslukonunnar,
og sögusögn H. J. um veikindi hans, er
hann barnungur liggur fyrir dauðanum, á
Mýri í Bárðardal. Hann finnur veru sína
klofna í tvent, í „tveimur heimum“ og
veit af sjer til skiftis. Rúmið leyfir ekki
að rekja mörg dæmi. Bókin nýtur sín
heldur ekki nema hún sé lesin sjálf.
Bestu kostir hennar eru jiað, að hún bein-
ir huga lesarans til sjálfsathugunar, sem
er óalgeng í þessum efnum. Skýringar
höf. munu minna virði. Þær bera að
vísu vott um skarpleik hans og gáfur, en
eru á undan tímanum, meðan menn vita
svo lílið annað en það, að rnargt er hul-
ið í djúpi sálarlífsins, sem enginn fær
ráðið. „Dulrúnir“ hinna leyndu afla munu
lengi verða viðfangsefni spekinganna, áð-
ur en úrlausn fæst.
En málinu má ekki gleyma. Höf. rit-
ar prýðilega, svo að óblandin gleði er að
lesa. Það er auðsjeð, á einum stað í bók
hans, að hann veit, hve mikið hann á að
þakka breytileika sveitavinnunnar.
Einai- Helgason: Bjarhir. Rvík.
1914. 291 bls. Verð kr. 2,50
Einar garðyrkjumaður hefir hér sent
íslenskri alþýðu þarfa og góða bók, nokk-
urskonar áframhald, eins og helst þurfti
með, af Skógræktarriti Guðm. Davíðsson-
ar. Þegar sú bók var rituð voru menn.
bjartsýnni en nú. Framfaravinirnir bjugg-
ust þá við, að renna myndi upp gullöld
skógræktarinnar í landinu — að vormenn
Islands myndu allmiklu til vegar koma þar.
En verkið var meira en menn hugðu, þó
að þar muni koma síðar, þegar þjóðinni
vex máttur og megin. Nú hafa menn
um stund dregið saman seglin, og láta
sig dreyma um að prýða heimilin, láta
hvern sveitabæ og hvert kauptúnshús gægj-
ast út úr birki- og reyni-runnum.
Til þeirra manna, sem svona hugsa eru
Bjarkir hinn kærkomnasti gestur. A káp-
unni er mynd af „framtíðarbænum“ —
reisulegum sveitabæ, rnitt í smekklegum
skrúðgarði. Þá eru lýsingar og bending-
ar um garða, legu þeirra, áburð, girðing-
arnar; hvernig skifta má görðunum í göt-
ur, blómbeð, runna, laufskála o. s. frv.
Margar ágætar myndir af nauðsynlegustu
garðyrkjuverkfærum. Þá er mikill fróð-