Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 10
146 SKINFAXI Jeikur um helstu tré og jurtir, innlendar -og útlendar, sem komið getur til mála að rækta hér í görðum, og bendingar um hversu ala beri upp tré, færa þau til og gróðursetja. Þetta er, í stuttu máli sagt, efni bókar- innar. Hún er lipurlega rituð og hver setning ber vott um einlægan áhuga höf. til að ryðja braut í þessu máli. Og eng- inn vafi er á að honum mun takast mik- ið, bæði með starfi sínu við Gróðrarstöð- ina í Rvík. og með þessari bók. En hér er við ramman reip að draga. Smekkvísin er ekki sterk hlið í fari okk- ar enn. Við og forfeður okkar höfum lengi lifað við þau kjör, að ekki var um annað hugsað en að hafa til hnífs og skeiðar. Fegurðin var talin óþörf og ósam- rýmanleg við þessa hörðu lífsbaráttu. Nú ær þelta breytt til muna. Marga eldri og yngri menn langar til að prýða blettinn sem þeir búa á. En þeir vita varla hvar é að byrja. Nú þart ekki því um að kenna. Nú getur enginn lengur afsakað kálgarðinn og fjóshauginn heim við bæ- inn með því, að hann viti ekki að annar fegri blettur eigi þar að vera: garður með runnum og skrautblómum. A litlu má manninn marka. Og eitt af þeim einkennum, sem mest fegra mynd- arheimilið er skrúðgarðurinn víð bæinn. En alstaðar þar sem á að auka þeirri fegurð við, munu Bjarkir Einars Helga- sonar verða handhægur leiðarvísir. Hayskýrslur. I—III. Á þinginu 1913 voru stofnuð tvö ný emhætti, við Hagstofuna svonefndu, og fengu þau tveir ungir og duglegir hag- fræðingar. Þeir eiga að safna í, semja, «g gefa út almennar hagskýrslur fyrir Is- land. Nú ej-u komin út 3 fyrstu heftin : Vei'slunai'skýrslur, búnaðarskýrslur, og skýrslur um aljiingiskosningar um nokkur undanfarin ár. Þannig mun Hagstofan .gefa út fleiri eða færri rit árlega. Geta menn gerst áskrifendur að árgangi hverj- um fyrir 2 kr. Hagskýrslur þessar eru jafnnauðsynlegar öllum þeim, sem eitthvað fást við opinber mál í landinu. eins og áttavitinn sjómanninum. Vitanlega eru hagskýrslur ekki léttmeltar eins og neðan- málssögur í dagblaði. En þær eru ágæt- iskunningi að leita til, þegar maður þarf að kynna sér eitthvert mál, og vill fá áreiðanlegar staðreyndir til að styðjast við. Það er góður siður fyrir skynsama ung- linga að byrja snemma á að lesa og meta það sem Hagstofan gefur út. Ásbyrgi. Fyrir nokkrum árum var eg látinn læra kvæði eftir Einar Benediktsson, sem heitir: Sumarmorgun á Ásbyrgi. Það var eitt kvæði af fáum, eftir þann höfund, sem eg þá þóttist skilja til hlítar. En það brendi sig í sálu rnína, og hafði mikil áhrif á mig, því mér þótti það mjög fagurt. Það var eins og svanasöngur um óþekta og fjarlæga fegurð. Og eg óskaði þess af heilum huga, að fá að líta þessa fegurð, þótt ekki væri nema eitt andartak. Eg reyndi að lifa mig inn í þær sýnir, sem borið höfðu fyrir augu skáldsins, þenna sólfagra sumarmorgun á Ásbyrgi, öðruvísi en í draumi. En sá draumur varð að virkileika, næstum því, áður en eg vissi af. Eg kom þar á ylhlýjum, sólrikum hásum- ardegi, og leit þetta stórkostlega undraverk náttúrunnar. Eg leit þverhnípta, himin- háa hamraveggina — í skeifutnynduðum boga utan um byrgið. Eg leit „eyjuna“ — „hóftungumarkið“ —, sem varð eftir í miðjunni, þegar landið seig lil beggja hlið- anna. Eg leit laufgrænan, fagran skóginn, og blátt haf af „Týsfjólum“ og „Blásól- eyjum“. Eg leit silfurskæru tjörnina inst í byrginu — og valinn flögra í ríki sínu, hátt uppi á hamrasillunum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.