Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI 141 aldönsk héruð. Hafa ÞjóSverjar ávalt síð- an reynt með allskonar hörkubrögðum að útrýma dönsku jjjóðerni á þessu svæði. Voru Suður-Jótar í Þýskalandi álitnir píslarvottar fyrir góðan og sannan mál- stað móti rangsleitni Þjóðverja. Höfðu Danir þar samkend tlestra siðaðra jijóða. Nú þegar styrjöldin hófst var það kunn- ugt af undirbúningi og orðum Þjóðverja, að þeir ætluðu að innlima Danmörku, ef þeir sigruðu. Sjálfstæði Danmerkur var þessvegna komið undir sigri bandamanna. Ennfremur móttu Danir þá gera sér von um að fá aftur Suður-Jólland og bjarga þannig bágstöddum löndum sínum. Afstaða Danmerkur var þessvegna aug- Ijós. Þeir áttu hvorugan' að styðja, en síst af öllu þann málsaðila sem slík hætta stóð af. En Danir báru ekki gæfu til þessa. Þeir liafa gert bandamenn fráhverfa sér með því að gerast leppar Þjóðverja. Þeir hafa selt Þjóðverjum alt, ætt og óætt, sem þeir vildu hafa; meðal annars er Danmörk nú sögð því nær hestalaus, og er nú verið að smala hér saman hestum til að fylla skarðið. Af steinolíu hafa Danir flult inn 10 ára forða á einum mánuði, og svipað er með aðra nauð- synjavöru. Vita allir hvert þessi varningur hefir Ient. Englendingum líkar þetta stór- illa, en vilja þó forðast vandræði í lengstu lög, og ekki hegna Dönum að verðleikum. Ber það til að þeir vilja ógjarnan Ieggja hönd á smáþjóð. En telja má vist, að þeir haíi með degi hverjum strangara eftirlit með gerðum Dana, og má jafnvel búast við að þetta atferli Dana dragi þá og okkur inn í hringiðu styrjaldarinnar. En héðan af geta Danir ekki snúið við. Þeir hafa unnið til, fyrir auðvirðilegan stundar- hagnað, að brjóta af sér velvild þess máls- aðilans, sem bæði gat og vildi hjálpa þeim. Þetta atvik sýnir Ijóslega, hve þýð- ingarmikið er fyrir þjóðir og menn, að lóta ekki sannfæringu og samvisku vera til fals — með verslunarvörunni. P^lland. Allir þekkja aðalatriðin úr raunasögu Pólverja. Þeir voru stór og merk þjóð; en innanlandsdeilur komu þeim á kaldan klaka. A miðöldunum var aðallinn þar ríkur og fjölmennur. Sú stétt réði lögum og lofum í landinu, Hún kaus m. a. kon- ung landsins, því að tignin var ekki arf- geng. Smátt og smátt tókst ágjörnum nábúa- konungum að ná tökum á aðlinum pólska, með fémútum. Og þegar margar af vold- ugustu ættum landsins voru þannig gengn- ar í þjónustu óvinanna, þá var frelsið tapað. Rússar, Prússar og Austurríki skiftu með sér landinu, og hefir það siðan verið óvenjulega kúgað og þjóð. Best hefir sá hlutinn átt, sem Austurríki fékk. Þar í landi var þjóðerni svo margbreytt, hvort sem var, að engin tilraun var gerð til að ráðast á mál og þjóðerni Pólverjanna. Nú er barist urn Pólland. Ef Austur- ríki og Þýskaland vinna, þá hverfur rúss- neska Pólland í hlut þeirra. Hins vegar munu Rússar þykjast vel að komnir hlut- um gömlu félagsbræðranna, ef þeir sigra. Keisarinn hefir jafnvel þegar i byrjun styrjaldarinnar lofað að sameina alt Pól- land, þegar friður yrði saminn, og veita því einskonar heimastjórn. Ekki er raunar vert að gera of mikið úr því heiti. En hitt væri mikilsvert fyrir pólsku þjóðina að þjóna heldur einum harðstjóra en mörgum. Nú á tímum er ómögulegt að uppræta þjóðerni. Þessvegna munu Pól- verjar lifa og þjóðerni þeirra. Og varla er liklegt að Rússland verði eilíft fremur en önnur stórveldi, nema síðar til, þar sem i ríkinu búa margar þjóðir, sem er haldið saman með harð- fylgi. Vinir Pólverja óska þeim nú að sameinast aftur, i bili undir stjórn Rússa, en hins vegar að veldi Rússa liðist sund- ur, er tímar líða, og þá renni upp lausn- arstund hinnar þjáðustu þjóðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.