Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 8
144 SKINFAXI Heyforðabúramál U. M. F. er sannar- lega umbugsunarefni fyrir eldra fóikið. Þarna eru þd veslings unglingarnir búnir að gera það, sem ríku framfara- bcendurnir liefðu dtt að vera búnir að gera fyrir löngu um land alt. Ekki hefir nú mikið verið „rallað“ á meðan U. M. F. hafa verið að stríða við að koma upp girðingunum og forðabúrun- um o. s. frv. Nei, U. M. F. gera einmitt, m. a. gagn með því að þau venja yngri — og eldri — af „rallinu“, en kenna gagnlega alvöru. Versta léttúðin virðist mér annars eiga fremur heima hjá fullorðnum en ungling- um. tíuðm. Hjaltason. Ritfregn, Nýtt smákver kom fyrir skömmu á bókamarkaðinn hjá okkur. Það heitir: „Leiðréttingar nokkurra mállýta" og er eftir Jón heitinn Jónasson, fyrrum ritstjóra í Hafnarfirði, en gefið út í sumar af ekkju hans. Er þar safnað i heild um 750 orð- um, sem höfundurinn hefir álitið að heyrt gætu undir nafn bókarinnar. Þeirn bögu- mælum hefir hann síðan snúið á betra mál. — Þó hér sé að likindum ekki talinn nema lítill hluti af hinum útlendu orð- skrípum, sem tíðkast í daglegu tali hér á landi, er það ekki lítil fyrirhöfn, sem höf. hefir lagt í að safna í kverið. Og þetta innir hann af hendi í banalegunni. — Þess hefði mátt vænta að einhver af okkar „lærðu“ íslenskumönnum hefði fyrir löngu samið svona rit eða stærra lil leið- beiningar þeim, er ekki vilja misþyrma móðurmáli sínu. En heilsubilaði fátæklingurinn varð fyrri til. Ast hans til móðurmálsins og ósér- hlífnin var svo mikil, að hann notar síð- ustu starfskrafta sína til að skrifa þetta kver. — Þess má geta hér, að Jón heit, Þorkelsson rektor mun hafa gert dálítið mállýtasafn, en orðfærra heldur en þetta. Mun það vera til í handritasafni Lands- bókasafnsins, en hefir ekki verið prentað svo kunnugt sé. -- Eg heyrði ennfremur hinn nýlátna ritsnilling, Þorstein Erlings- son skáld geta þess í fyrra vetur, að hann væri vanur að safna saman málvillum þeim, er hann við athugun fyndi í blöð- unum hér í höfuðstaðnum. Hefir hann því hlotið að vera búinn að safna miklu. Væri það vafalaust gagnlegt, að safn hans kæmi fyrir almenningssjónir með skýr- ingum. Það er annars sorglega lítið, sem gert hefir verið á seinni árum til þess að fegra málið. Blaðamálinu inun hraka, einkum síðan Björns Jónssonar misti við. Ungmennafélögin hafa frá öndverðu haft á stefnuskrá sinni ákvæði, sem svo hljóðar: „Sérstaktega skal leggja stund d að fegra og hreinsa móðurmdlið11. Með þvi hefir auðvitað verið ætlast til þess, að þau framar öllu öðru störfuðu að móðurmálsfegrun. En hafa þau gert það? Því fer fjarri. Þó er því ekki að neita, að þau munu hafa haft nokkur ábrif í þessu efni á ýmsa bina yngri menn. Ef þau hefðu unnið samkvæmt steínuskránni, þá átti fyrsta fylgirit Skin- faxa, að vera um íslenskuna og viðhald I hennar. Þrátt fyrir þau áhrif sem félagsskapur- inn kann að hafa haft í þessu máli, hefðí hann átt að gera miklu meira. Það er óafsakanlegt hirðuleysi, hve litið við ger- um fyrir móðurmálið, og verður til mink- unnar, ef ekki er að gert nú þegar. Ekkja Jóns Jónassonar hefir unnið hér verk, sem engum var skyldara að gera en ungmennafélögunum, og á hún þakkir þeirra skilið fyrir það. — En nú eiga fé- lögin að halda áfram með þetta starf. Þau e>ga að útvega víðtækari fræðslu um þetta efni og það fljótt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.