Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXI.
147
Eg leit þetta í virkileikanum, og þó var
það fegurra en í hinum fegursta draumi.
Enda þótt eg finni algerðan vanniátt
minn til að lýsa þvi, er bar fyrir augu
mín á þessum stöðvum, þá langar mig til
að reyna að lýsa því nokkru ger. Eg get
ekki gefið svo fögrum myndum líf og lit,
og þess vil eg biðja ykkur, að minnast.
Það verða aðeins nokkrir ófullkomnir drætt-
ir, sem verða afarlangt frá því, að geta
heitið svipur hjá sjón.
Það var í byrjun júnímánaðar í sumar
sem leið, í yndislegu veðri. Leiðin lá
norður í Kelduhverfi, um blásnar beiðar
og gróðurlaus helluhraun. Það var fátt
fagurt eða hrífandi, sem bar fyrir augað.
Og að sitja á hestbaki og hafa ekkert
skemtilegt að virða fyrir sér, og verða þar
á ofan að fara fetið, það er annað en
skemtilegt. Það er einmanalegt og ömur-
legt. Væri það ekki hið dulræna aíl, sem
dregur saman hugi mánnsins og hestsins,
þá væri fátt óyndislegra. Það ber mest á
þessu afli, þegar menn eru einir á ferð.
Þetta afl er velvildin, að vilja vera öðrum
eitthvað. Maðurinn er þá nærgætnari við
hestinn sinn — og án efa er um hlýjari
tilfinningar að ræða lijá báðum. Það er
eins og maðurinn og hesturinn þá fyrst
skilji hver annan.
Eg vaknaði snögglega upp úr þessum
hugleiðingum og varð litið til norðurs.
Það var ekkert sem eg leit nema dimm-
blá rönd, yst við sjóndeildarhringinn. Þetta
var það fyrsta, sem hreif mig þennan dag-
inn, Það er svo undarlegt að koma ofan
af háheiðum — og líta þennan gamla trygða-
vin: Ægi gamla. Það var mér þekt feg-
urð. Ægir hafði oft hrifið mig áður. —
Hafið kalda, sem syngur við ströndina
þýða, angurværa söngva, ekkert hefir sval-
að eins vel þreyttum huga mínum, eins
og söngvar þínir. Það er ^eins og góð
móðir rauli við barn sitt.
Þetta varð ró og umhugsunarefni í bráð-
ina. Og innan stundar blasti Víkingavatn-
ið við. Það kvöld er mér ógleymanlegt,
því eg hefi sjaldan litið meiri fégurð en
einmitt þá. Það var yndislegt hásumar-
kvöld. Spegiltært vatnið blikaði í kvöld-
dýrðinni, en skrúðgrænar engjar og velhýst-
ir bæir blöstu við alt um kring. I sjálfu
vatninu voru skrúðgrænir varphólmar, og
alt moraði af fuglum og lífi. Sólin var
að hníga til viðar. Það átti alveg við, eins
og skáldið kvað:
„Sólin ei hverfur né sígur í kaf,
situr á norðurhafsstraumi.
Vakir í geislum hver vættur, er svaf,
vaggast í ljósálfa glaumi.
Sveimar með himninum sólglitað haf
sem í draumi.“
Sólin varpaði eldrauðum bjarma á dimm-
blált hafið, skrúðgrænar engjarnar, og silf-
urglitrandi vatnið. ICvöldskýin brostu með
gullnum, margvíslegum litbrigðum sem
varla verður með orðum lýst. Aðeins
undrast og dást að.
Við rerum yfir vatnið. Það var stutt
stund, 9ii eg veit að hún verður mér
ógleynianleg alla æfi síðan. Frá slíkum
stundum hljótum við að eiga skýrar og
fagrar endurminningar. Eg held að eg
hafi aldrei sofnað ánægðari en þetta kvöld.
Gleðin yfir aftanfegurðinni var svo innileg,
og tilhlökkunin til komandi dags svo rnikil.
Því þá átti einn minna Ijúfuslu draurna
að rætast.
Árla næsta morguns, þegar fyrstu geisl-
ar morgunsólarinnar kystu land og lá, og
buðu góðan daginn, var haldið af stað.
Liðin fegurð var að baki. Lengra burtu
var eitthvað enn þá fegurra, sem seiddi
hugann til sín. Það var óþekt, en áreið-
anlega eitthvað ósegjanlega ljúft og fagurt.
Það er farið að liða framundir miðjan
dag. Jökulsá veltur frarn, kolmórauð, svip-
þung, hamslaus, með dunurn og dynkjum.
Ilún er komin fram úr hrikalegum gljúfr-
unum, þar sem aðhaldið er dálílið meira
til hliðanna, og hún grefur sig dýpra og
dýpra. En þegar út á sandinn kemur, þá