Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 4
140 SKINFAXI. á siðmenninguna, sem heíir lögin og Iaga- verndina að frumskilyrði. Það má lengi deila um, hvort bannlög- in hafi komið á réttum tíma. Mér hefði sjálfum þótt hyggilegra að þrengt hefði verið meira að vínneytendum með mjög há- um tollum, sem bæði hefðu minkað drykkju- skapinn, og tolltekjurnar, svo að þinginu væri minni eftirsjón i víninu, heldur en nú er. En úr þvi bannlögin eru komin, þá ber hin mesta nauðsyn til að halda þeim uppi og bera þau fram til sigurs, hvernig sem gengur. Á komandi árum mun þjóðin skiftast í tvo flokka um þessi lög. Sjálfsagt verður blandað lið i báðum fylkingunum. En á einu mun mega greina bannvini frá vínvinum. Það munu vera harðlyndari og hugrakkari menn. Þeir munu hvorki finna til meðaumkunar með fylliraftinum, sem þá getur ekki lengur leg- ið flatur fyrir þessari auðvirðilegu freist- ingu, né hófdrykkjumanninum, sem ei þyk- ist geta glaðst af öðru en víneitrinu. Ekki munu þeir heldur fara mjúkum höndum um þá andlega voluðu, sem í nafni menn- ingarinnar vilja leiða aftur yfir þjóðina þá lágu grimd og siðleysi, sem vínnautnin hefir orsakað í þessu landi. Bannlögin verða góður prófsteinn á þjóð- ina i þessu efni. Þau munu sýna hverjir hafa kjark og þor til að verja óvinsæla en gagnlega nýjung. Og á hinn bóginn, hverjir vilja gerast lögbrjótar, smýglar, leppar og þjónar lágra hvata — eingöngu til þess að menning okkar verði á ókomn- um árum merkt með soramarki Bakkusar, eins og verið hefir. Héramáliö. Þingið í sumar heimilaði stjórninni að láta flytja hingað héra á næsta ári. Mun tilgangurinn hafa verið sá, að auðga með því dýraríki landsins. Má það að vísu lofsvert heita. En gera mætti það á ann- annan hátt, með því að hlífa meir en gert er þeim skepnum, sem hér hafa verið eða hingað komið frá alda öðli. En hérarnir mundu, því miður, varla verða til óbland- innar gleði. Þeir eru nagdýr, allstór, og talsvert þurftarfrekir. Á vetrum myndi þeim eigi verða hér viðvært, nema með því að leggjast á skógana, og naga börk- inn og stofnana. Ber talsvert á þessu í Noregi, en myndi þó enn hættulegra hér, þar sem landið er harðara, og yrði fátt til matfanga í harð- indunum nema skógarkjarrið okkar. Væri það hin mesta fásinna af okkur ungmenna- félögum, að reyna ekki í tíma að hindra framgang þessa máls. Mætti senda stjórn- inni almenn mótmæli, ef hún gerirsiglík- lega til að veita héra heimildina. Bannið á Kússlandi. Meðan Rússar voru að draga saman her sinn í sumar, bannaði stjórnin alla vínsölu i landinu. Rússar eru miklir drykkjumenn, og mun stjórnin hafa búist við, að töf myndi leiða af fyrir margan, ef hægt væri að ná í vín. Þetta hann átti ekki að standa nema fáa daga, og það því fremur sem ríkissjóðnum hefir verið hin mesta húbót að brennivínssölu- arðinum. En svo fór, að þegar vínið hvarf, þá minkaði líka margskonar slark og ó- regla, sem beinlínis leiddi af vinnautninni. Varð þetta til þess að fjöldi þjóðhollra manna skoraði á keisarann að láta bannið standa, og hefir hann heitið þvi. Reyndar er nú ekki víst að stjórnin efni þetta, er frá líður, þvi að létt er að breyta iögum, þar sem einvaldsorðið ræður. Þó hlýtur þetta atvik að hafa núkla þýðingu fyrir gengi bannstefnunnar í heiminum. Það verður ekki aftur tekið að eitt hið mesta heimsveldi, sem til er, álítur sér hamingju- auka í því að losna við vinið. Sú stað- reynd ætti vera okkur hvatning í barátt- unni gegn vinspillingunni hér á landi. Hefnd l)ana. Fyrir hálfri öld urðu Danir fyrir því óláni, að Prússar hrifsuðu af þeim nokkur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.