Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1914, Blaðsíða 12
148 SKINFAXI verður hún sem hamstola. Hún œðir um sandinn 'með öllu sínu reginaíli og býr til sandhólma og eyjar. Áfram! Eitthvað! Lengra! Lengra! Það er herópið. Bráð- um var þetta líka að baki: Huliðsmál hins ótæmda reginafls. En framundan blasti við annað, sem var enn stórkostlegra. Það, sem hlýtur að vekja undrun og lotningu í brjósti hvers manns er það lítur. Eg get ekki lýst tilfinningum mínum, þegar eg sá björgin opnast, og Asbyrgi blasti við. Það var sem í helgu musteri. Musteri, sem er jjúsund sinnum haganlegar gjört en hið veglegasta musteri, sem reist hefir verið af manna höndum. Hér var náttúr- an ein að smíðurn. Hljóðir, sem steini fostnir, horfum við á þetta rammgjörva bamravígi. Við minnumst þá orða Jón- asar: „Hver vann svo hér að með orku? Aldrei neinn svo vígi hlóð. Búinn er úr bálastorku bergkastal frjálsri þjóð. Drotlins hönd jjeim vörnum veldur — vittu, barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema guð og eldur gjört svo dýrðlegt furðuverk." I þessu musteri náttúrunnar var „Eyj- an“ hið hátignarlega altari, en yfir þess- um helga stað breiddist hið bláa hvolfþak himinsins. En niðri á byrgisbotninum skört- uðu fögur reyni- og birkitré, og himinfagr- ar blásóleyjar fyltu loftið unaðssælli angan. En sólin kysti blíðlega hvert daggartár og hvert blóm i þessuin lielga reit. Inst í byrginu er dálítil tjörn, silfurskær og fögur. Þar er friðland steinklöppunnar. Heimili hennar er í klettunum upp af tjörn- inni. Söngvar hennar hergmáluðu svo undarlega. Það standbergið, sem næst var, sagði öðru, og svo koll af kolli, uns söngv- arnir endurómuðu um alt byrgið, háir og skærir. Þessi tjörn á sér dálitla sögu: Hver maður sem kemur í Ásbyrgi, fer að tjörninni. Hann tekur silfurpening og kast- ar í hana — og þá má hann óska sér einhvers. En svo er sagt, að allir óski þess sama: að mega koma aftur í Ás- byrgi. Hvort svo verður, skal eg láta ósagt um, en þess er eg fullviss, að allir, sem þangað hafa komið, minnast þeirra stund- ar með hlýjum huga og djúpri lotningu fyrir þvi mikilfenglega og fagra, sem þar er að sjá. — Geislar aftansólarinnar Ijóma um skóg- arlimið. Blásóleyjanrnar hneygja krónurn- ar móti vermandi geislum hennar, í síð- asta sinn þetta kvöldið. Sólin er hnigin bak við vesturbrún byrgisins. Skógarþrest- irnir kúra undir limum bjarkanna — og valurinn syngur hersöngva í ríki sinn. En standbjörgin „köstuðu hinstu kveðjunni“. í okt. 1913. A. Th. Fylgiritið, Nú er útséð um að ekki verður samþykt stjórnarskráin. Yerður því nú þegar byrj- að á að prenta jjjóðfélagsfræðina. Frá- farandi sambandsstjóri hafði í fyrra samið um, að lika skyldi fylgja blaðinu rit um heimilisiðnað, og hafa ýmsir kaupendur, sem von var, spurt afgreiðslumanninn hvað því liði. En það mun ekki geta komið i þetta sinn; valda því bæði annir höf., og hitt þó eigi síður, að við nánari athugun sást, að Þjóðfélagsfræðin mátti til að vera meir en helmingi stærri, en búist var við í fyrstu. Þá afréð sambandsstjórnin að láta heldur fylgja blaðinu 1 þetta sinn eina bók stóra, heldur en tvær smáar. Þjóð- félagsfræðina eiga allir kaupendur að fá, sem eru skuldlausir við blaðið nú um ára- mótin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.