Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI 51 útlendan móð, en nú hefi eg sannfærst um, að það er miklu betra að hafa 2 stafi. Með því að hafa 1 staf, sem alt af er íhafður, t. d. við vinstri hlið, og haldið með báðum höndum, þá gengur maður skakkur; boginn út á vinstri hlið, og verð- ur þreyttur í hægri hliðinni. Eg man eftir ,því heima, þegar eg gekk lengi á skíðum, þá varð eg altaf fyrst þreyttur undir hægri siðunni. En með því að hafa staf í báð- um höndum, þá verður göngulagið fallegra, maðurhallastekki til hliðar, en lítið eitt áfram, átakið kemur jafnt á báða handleggi og .háðar hliðar, og maður endist bet- ur. Ekki hafa skíði •verið notuð til í- þróttaiðkana fyr ■en árið 1860. Þá var það fyrst mað- ur á Þelamörkinni sem byrjaði á því, og þóttu það þá undur mikil að sjá hann fljúgandi í tloftinu með skíði bundin neðan í fæturna. En brátt fóru menn að taka það eftir Ihonum, og ekki leið á löngu, að hér í Kristianíu var stofnaður skíðaskóli og þessi lofthlaup voru kend sem önnur íþrótt. Og nú er varla nokkur norskur karlmaður svo, að hann hafi ekki æft sig i loffhlaupi, og jafuhliða þeim eru langhlaupin iðkuð af miklu kappi, og gefin há verðlaun þeim, sem fljótastur er. Lofthlaupin eru þannig, að í brattri tbrekku er bygð hengja eða stallur, sem •er 3—4 metrar á hæð. Sjaldan fæst svo ;góður halli, að ekki þurfi að gera meira við hana en að hlaða stallinn, því við það að stallurinn kemur í miðri brekkunni, verður ekki nógu bratt fyrir ofan, en þá eru reknir staurar niður í jörðina á nokk- uð langri leið fyrir ofan stallinn, og svo bygð brú ofan á þá, og hækkar hún upp brekkuna, til að gera meiri ferð fram af hengjunni. Efst uppi er brúin lárétt, svo að nokkr- ir menn geta staðið þar. Þá er hún snar- brött niður á við, siðan smáminkar brekk- an aftur, þangað til fram á stallinn kem- ur, þá er hún hér um bil lárétt, en fyrir neðan stallinn er snarbrött brekka, en ekki mjög löng. Skíðin sem notuð eru til þessara loft- hlaupa eru hér kölluð „hopprenneski“; á islensku vildi eg kalla þau lofthlaupaskíði. Þau eru 7^2—8 fet á lengd, og um 4 þuml. á breidd, úr „hikkori“. Táböndin eru svo, að með þeim eru skiðin bundin föst við fæturna. Með þessi skiði fara menn svo upp á brúna, binda þau vel föst, og renna sér svo niður, á þann hátt, að þeir húka, bogn- ir í knjáliðum og baki, þangað til þeir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.