Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 1
o&xxvjaxv 5. BLAD KEYKJAVÍK, MAÍ 1916. VH. ÁR. íþróttaskóli. Fyrir nokkru var hér í blaðinu getið um íþróttaskólann í Reims. ÞaS var gert i þeim tilgangi að vekja eftirtekt islenskra unglinga á }>ví, hvernig aðrar þjóðir fara að, er þær vilja koma íþróttaiðkunum í gott horf. Iþróttir hljóta jafnan að verða einn að- alþáttur í starfi ungmennafélaganna, af því að í æskumönnunum, körlum og konum er lífsfjörið svo mikið, að það heimtar slík viðfangsefni. En af því að áhuginn er misjafn, og kringumstæðurnar einnig, þá geta ekki allir komist jafnlangt. Hér mundi eiga við tvennskonar fyrirkomulag. Fyrst stutt námsskeið og farkensla í íþrótt- um, nokkuð svipuð og nú er farið að iiðkast í ungm.fél. Þetta skipulag er ódýrt, eyðir litlum tíma og gerir samt allmikið gagn. En það er þó ekki nægilegt. Það þarf að vera til í landinu stofnun, ¦þar sem áhugasamir unglingar, karlar og konur, 'geta fengið tækifæri til að læra allar þær íþróttir, sem hér má æfa, veru- lega vel. Það þarf í stuttu máli að stofna hér lítinn eo góðan iþróttaskóla, lagaðan eftir bestu erlendum fyrirmyndum og is- lenskum staðháttum. Og það ætti að vera ungmennafélögunum metnaðarmál að koma þessu í framkvæmd og sjá um, að það yrði til verulegra þjóðþrifa. Setjum svo að til þess kæmi áður en tangt líði að slíkri stofnun yrði komið á íót, þá yrði hún að vera á þeim stað, þar sem náttúruskilyrðin eru hentug til fjöl- breyttra íþróttaiðkana. Þar þarf að vera hreinviðri, litlar úrkomur, mikið sólskin, ísar stöðugir, snjór, autt vatn um vetur til róðra, og helst bæði heitt og kalt vatn til sundæfinga. A. m. k. á einum stað á Islandi eru öll þessi skilyrði sameinuð, og ef til vill víðar. Skólinn þyrfti að standa i 9—10 mán. (alt árið nema heyannatimann) og skift um lærisveina árlega. Tæplega væri þörf að hafa skólann stærri en svo, að 10—15 nemendur væru þar i einu og einn kennari. Það mun varla til of mik- ils ætlast, að innan fárra ára verði íþrótta- áhuginn hér á landi orðinn svo mikill, að af hverjum 100 upprennandi Islendingnm verði einn, sem er fús að verja einu ári af æfinni til líkamsmentunar, til að nema rétt og æfa allar helstu úti-íþróttir, sem hægt er að iðka hér á landi, (sund, glímur, róður, hlaup, stökk, köst, skauta- og skíðaferðir, knattleiki, bogfimi). Með þessu móti, og líklega með engum öðrum úrræðum getum við komið íþrótta- iðkunum unglinganna í verulega gott horf. Og eigum við að horfa í kostnaðinn? Er það of dýrt fyrir þjóðina að leggja til hús handa 15 nemendum og árskaup handa einum starfsmanni til þess að ís- lenskir æskumenn geti mannast líkamlega eins og best gerist með öðrum þjóðum ? Gjalddagi Skiníaxa er 1. jíilí.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.