Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 11
SKINFAXI 59 Og fyrir mörgum okkar fer það svo, að við lítum á bernskudraumana eins og heimsku lémagna og veikrar sálar. En til eru þeir menn, sem með sanni má segja um, að „andinn getur hafist hátt, þótt höfuð lotið verði". Andi þessara manna er frjáls. Hann verður eigi bundinn. Þessir menn bera höfuð og herðar yfir aðra menn, eru öðr- um mönnum meiri. Þeir kalla til vor og vilja beina hugum vorum hærra, vilja glœða fegurðartilflnningu okkar og kær- leiksþrá. Við íslendingar höfum verið svo lán- samir að eiga mörg skáld og góð. Hvert eitt góðskáldanna hefir átt stóran vina- hóp, sem hefir fundið „braghreim sinnar eigin tungu" í ljóðum þess — og eögum. Þjóðin hefir unnað fögrum skáldskap. Hún hefir tignað skáldin eins og konunga eða goðborna menn. Skáldin verða ei dæmd á almennan mælikvarða. Þau hafa á sér nokkurskon- ar mannhelgi. Við dæmum þau eftir and- legri auðlegð þeirra, t. d. Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar eftir þeirra andlega vor- gróðri, en ekki eftir misfellum þeirra og brestum. Okkur má ekki detta í hug að áfella þá. Þótt þeir ættu varla spjarirnar utan á sig, þá koma þeir skraut-bunir sem kon- ungar á skáldaþingið. Þar gátu þeir sýnt hverja dýrindisperl- una annari fegurri. Það geymum við í huga okkar. Hinu gleymum við. Lffi þessara manna er líkt varið og söng- fuglsins, sem situr á greinunum sumarlang- an daginn og syngur frið og huggun inn í mannssálirnar. Menn muna sönginu. Hann var Ijúfur og fagur. En söngvaranum, er „kveða kunni kvæð- in Ijúfu, þýðu" — honum er gleymt. Hann á þaö tyrir höndum, að deyja aleinn úti á mannlífsbjarninu. Þetta er raunasaga margra islenskra skálda. Lifið tók ekki neinum silkihöndum á Jóni á Bægisá, Sigurði Breiðfjörð, Bólu- Hjálmari, Jónasi, Gesti og Kristjáni. Sum~ ir þeirra kunna að hafa átl einhvern þátt í óláni sínu sjálfir. En átti ekki þjóðin að bera þessa menn á höndum sér? Vissulega. En þessi skáld dóu einmana og yfirgefin og allslaus. En islenska þjóðin erfði þessa menn. Hún eignaðist hin andlegu auðæfi þeirra. Og hún, sem hafði verið fátæk, varð rík. At hinum fallvöltu, veraldlegu auðæfum, á hún lítið, en hún á dýrmæt andleg auð- æfi, sem hún hefir tekið í arf frá skáld- uiiuin sínum. Þau auðæfi eru ekki fallvölt. Þau verða henni æ dýrmætari, er tímar liða. Stundum á góðviðriskvöldum, þegar heið- skýrt er og stjörnubjart, þó geng eg út. Eg hefi þá stundum litið til austurs — og séð, að „ein ski'n stjarna yfir austurbrún". Mér finst, að hún sé fegurri og skærri en nokkur hinna. Engin tindrar og blikar sem hún. Og þá minnist eg þess, hversu oft eg hafði veitt henni þegjandi lotningu, í hjarta mínu. Hvílíkt yndi hefir hún ekki veitt mér. Eg hefi drukkið í mig hina töfrandi feg- urð hennar. Og hugur minn er sæll, eins og eg hefði andað að mér angan fagurrar rósar. Og eg minnist kvæðisins fagra, sem skáldið orkti „tii stjörnunnar". Og eg sendi því þakklæti mitt í hugan- um fyrir að hafa kveðið svona vel um það sem huga mínum var kærast. „En þú ert eina unun mín, er einn eg hljóður vaki, hve sárt mun verða að sakna þín að svörtu fjalla-baki", segir það. Þetta er vorylur minn í vetrarmyrkrinur vorylur, sem skáldið mitt kæra, Þorsteinn Erlingsson, hefir veitt inn í sál tnína.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.