Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 13
SKINFAXI 61 þykt ykkar hér að lútandi bið ég ykkur að senda mér, því það getur haft áhrif á nœr nœsta mót (1917) verður. Viðvikjandi söngílokknum vildi ég geta þess, að ef einhverjir góðir söngmenn úr ykkar félagi sjá sér fært að æfa sig sam- an með söngflokk þeim sem nú er, væri það gott. Söngflokkurinn yrði þá öflugri. Þeir sem kynnu að hafa hæfilegleika og vilja í þá átt, ættu að snúa sér til Bjarna Bjarnasonar á Skáney. Og það ætti að vera metnaður okkar ungmennafélaga, að geta látið sem stærstan og bestan sam- œfdan söngfiokk syngja á mótinu. Á aðalfundi stakk Eyjólfur Sigurðsson, eins og þið sjáið, upp á nýmæli nokkru. Á það að verða til að auka stundvísi og styðja að því að íþróttamótið fari vel og skipulega fram. Flutningsmaður ætlast til að hvert fé- lag komi saman á vettvang sér, t. d. all- ir úr Haúk í einum hóp, o. s. frv. Ætl- ast hann þá til að formaður eða þar til kjörinn maður riði á undan með fána í broddi fylkingar, en hinir riði á eftir, þrír og þrír samhliða. Þegar á mótið kemur ætlast hann til að hvert og eitt félag haldi hópnum út af fyrir sig, þar til á að byrja, þá fylki þau liði sem áður, og gangi merk- isberi á undan inn á völlinn, gangi þar allir í í hring og staðnæmist framan við ræðustólinn meðan formaður U. M. F. B. setu mótið. Stinga þá merkisberar niður merkjum sínum og hóparnir tvístrast. Merki ætlast hann til að formenn hvers félags fengju og seldu þeir þau sínum fé- lögum, en stæðu aftur formanni U. M. F. B. skil á andvirðinu. Um þetta fyrirkomulag vildi ég biðja ykkur að ræða á fundum ykkar. Um sumarmálin verður umræðufundur, sem síðar er boðaður nánar, og þar verður þetta rætt ítarlega. Vænt þætti mér um að heyra álit ykk- ar um dansinn, hvernig ykkur sýndist hon- um verða best fyrirkomið. í hitti fyrra varð 1 kr. halli á honum en nú varð 2 kr. tekjur. Að dansa í saln- um og selja aðgang, gaf því sambandinu 1. kr. fyrir rykið og óhreinindin sem inni vóru. A slysatryggingarsjóðinn minni ég ykk- ur. Félögunum er sett það í sjálfsvald, hvernig þau jafna gjaldi þessu niður á fé- laga sina, en þaö er þarft gjald sem ekki má leggjast gleymast að borga. Að þessu sinni skal ég svo ekki orð- lengja þetta frekar. Innan skamms boða óg aukafundinn, og á honum má væntan- lega ákveða nær íþróttamótið verði. Árna ykkur svo gleðilegs árs 1916 og vona eftir góðri samvinnu á árinu. Með kærri kveðju Pdll Zóphóníasson. Fundargerð. Aðalfundur U. M. F. B. var haldinn aö Hvanneyri laugardaginn 5. febr. 1915 og settur kl. 4. e. h. Mættir voru úr stjórninni A. E. og P. Z. Fulltrúar frá félögunum voru þessir. Úr Hauk: Sig. Sigurðsson og Eyjólfur Sigurðsson. Úr Dagrenning: Magnús Pétursson. Ur Reykdæla: Jóh. Erlendsson, Gunn- laugur Briem og A. E. Úr Brúnni: Bergbór Jónsson. Ur Islending: P. Z„ Guðm. Jónsson og Björn Lárusson. Úr U. M. F. Borgarhrepps: Bergþór Bergþórsson. Frá Agli, Stafholtstungna og Birni mættu engir fulltrúar. Formaður A. E. las upp dagskrá og stýrði kosningu fundarstjóra. Kosningu hlaut P. Z. Skrifarar voru kosnir Jóh. Erlendsson og Sig. Sigurðsson. Þetta gerðist: 1. Formaður las upp skýrslu um starf stjórnarinnar. P. Z. kom með rökstudda

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.