Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 "vildu þeir ekki þola nú, þegar lifrin hafði hækkaS mjög i verbi sökum striðs- ins. Þeir vildu fá aS njóta happsins eins og aSrir framleiðendur. Bændur munu skilja þetta, því minna var gengið á striðs- gróða þeirra með frumvarpi Sv.Bj. í fyrra •og volgnaði þeim þó mjög undir rifjum, •enda fátt þokað sveitamönnum betur sam- an, svo sem raun ber nú vitni um. Af þessu geta menn skilið, að hásetar gerðu •ekki verklall af þvi, að þeim þætti kaupið of lágt nú sem stendur, heldur af því þeir vildu ekki láta ræna sig réttmætum gróða sínum. Meðan deila þessi stóð, var hálf Reykja- vík, sá hluti fólksins, sem E. B. kallar „yfirstéttina“ haldinn af magnaðri stundar- .brjálsemi. Hatrið og reiðin hafði algerða yfirhönd. Þetta fólk var vant fullu sjálf- dæmi þegar um var að ræða skifti við verkamenn. Og þegar ekki tókst að kúga þá með valdboði, var gripið til þeirra ráða að reyna að beygja hinn þverbrotna verka- 4ýð með steypiflóði af ósannindum. Tæp- Jega mun hafa verið sagt eins mikið af vísvitandi lýgi um nokkurn atburð hér á ilanai, eins og verkfall hásetanna. Helst var þetta flog höfuðstaðarbúa sambærilegt við ■ofsa kaupmanna fyrrum, þegar pöntunarfé- lögin komust fyrst á fót, og SláturfélagSuð- urlands, enda ástæðan hin sama í bæði skiftin: Ótti við sjálfbjarga alþýðu. Máttlaus gremja yfir að sjá rangfeng- inn milliliðsgróða hverfa sér úr sjóði. Menn geta skiiið, að félag með mörg ihundruð mönnum, þar sem hver á sín að (hefna um stórfengilegan fjárskaða, muniekki þurfa brýningu utan frá, til að vilja ná rétti sínum. En þetta einfalda atriði vafðist ótrúlega fyrir yfirstéttinni. Hún þóttist trúa, að verkfallið væri „tilbúið“ af ein- hverjum til þess, eins og þeir sögðu, að leiða bölvun yfir bæjarfélagið. Allir sem i orði eða verki höfðu lagt gott til með verkamönnum fyr eða síðar, voru grunað- ir um „ódæðið“, en ekki síst sá sem þetta ritar. Af ýmsu. sem eg hafði skrifað, i Skinfaxa og Tímarit Kaupfélaganna, var það mörgum kunnugt, að eg áleit mikla þörf að vinna að verulegum endurbótum á kjörum alþýðu, bæði í sveitum og í kauptúnunum. Þetta varð til þess, að verkamenn í Rvík höfðu mælst til, að eg væri þeim til aðstoðar, meðan verið væri að koma skipulagi á félagsskap þeirra. Eg hafði orðið við þessum tilmælum með því skiiyrði, að þeir færi aldrei fram á, að eg færi með nokkur völd fyrir þeirra hönd, og var gengið að þvi. Eins og síð- ar mun vikið að, hefi eg jafnan fylgt þeirri stefnu, að hver stétt verði í öllum aðalat- riðum að bjarga sér sjálf, og að þeir sem fara með fulltrúavöld, verði að hafa fund- ið sjálfir, hvar skórinn kreppir að. Aug- lýsingablöð kaupmanna ginu yfir kviksög- unum og fluttu óspart dylgjur um, að eg hefði komið verkfallinu af stað og jafnvel hvatt til æsinga og óspekta. Fyltust sið- ferðishetjur þær, sem lifa af téðum blöð- um, heilagri vandlætingu yíir, að svo hættu- legur maður skyldi umgangast börn og unglinga og vera í þokkabót ritstj. að blaði ungm.fél. Virtist tilætlun þeirra sú, að landsstjórnin og sambandsstjórnin hlutuð- ust til um að æska landsins yrði ekki af- vegaleidd með kynningu við slíkan mann. Nú vildi svo illa til fyrir sögusmiðina, að mér var ekki einu sinni kunnugt um, að neitt verkfall væri á leiðinni fyr en það var byrjað, og gat þvi ekki vel hafa kom- ið því af stað. Og æsingar og óspektir höfðu engar orðið af hálfu sjómannanna. Þvert á móti komu þeir stillilega fram í allri deilunni, svo að bágt var að vita, hver sökin var þar. Til frekari fullvissu lýsti eg þó manntetur það, sem mest hafði opinberlega fleiprað þessa staðlausu stafi, ómerkan orða sinna, og fór þá að vonum, að hann gat ekki betur gert, en reynt að hylja ávirðingu sína með vesælu yfirklóri. Þegar auglýsingablöðin voru búin að þjóna sínum herrum með þvi að ófrægja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.