Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 15
SKINFAXI. 63 síSast 1. fl. og ekki taki nema 6 félög þátt í glímunum". Samþykt. 14. íþróttamót. Formaður breyfði því máli en enginn tók til máls. 15.. Lögin. Till. frá P. Z. „Fundur- inn felur stjórninni að láta draga saman lögin með áorðnum breytingum og færa þau inn í gerðabók félagsins í einni heild, vélrita þau síðan og senda sitt eintakið í hvert félag." Samþykt. 16. Aukafundur. „Fundurinn ályktar að aukafundur verði haldinn á komandi vori og felur stjórninni að útvega fundar- stað og ákveða fundinn nánar". 7. Slysatryggingarsjóður. (Máliðhafði ekki verio undir búið af form.). P. Z. kom með frumvarp sem var samþykt. Það er svo: 1. gr. Innan U. M. S. B. skal vera einn alls- herjar sjóður sem sé sameign allra þeirra, sem í U. M. S. B. eru. SjóSur þessi heitir „Slysatryggingarsjóður U. M. S. B." og skal hann standa undír stjórn og um- sjón stjórnar U. M. S. B., er sér um aS ávaxta hann á tryggan hátt. 2. Sjóðurinn skal myndaður af: A. Skyldugjaidi er hvili á öllum félög- um i U. M. S. B. og sé það 5 aurar af hverjum félaga. Stjórnir hinna einstöku félaga sjái um skil á gjaldi þessu til for- manns U. M. S. B. fyrir 1. október ár bvert, og í fyrsta skifti fyrir 1. október 1916. B. i/^o hluti af hreinum tekjum af íþróttamótinu komi og árlega i þennan sjóð. C. Fé er honum kann aS hlotnast á annan hátt. 3. gr. Sjóðnum má eingöngu verja til að styrkja þá félaga U. M. S. B. er slasast við þatt- töku í kappleikjum á iþróttamótum sam- bandsins og ákveSur stjórnin hve mikill sá styrkur er til hvers eins. 4. gr. Reglum þessum má ekki breyta nema á lögmælum aðalfundi U. M. S. B., og skyldugjaldiS á félaginu má ekki hækka nema meir en helmingur félaganna hafi tjáS sig hækkuninni fylgjandi. 18. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1916- samþykt. Tekjur 530,28. Gjöld eins, en giskaS á aS sjóðurinn aukist. 19. Eftir hlutkesti gekk A. E. úr stjórn- inni. 20. I hans stað var GuSmundur Jóns- son kosinn í stjórn. FormaSur kosinn P. Zóphóníasson. 21. Varastjórn Andrés Magnússon (for- maður), Björn Jónsson og Magnús Péturs- son. 22. Aðstoðarmenn í iþróttamótsnefnd Þ. Tómasson og Jóhannes Erlendsson. 23. Endurskoðendur Andrés Eyjólfsson og Bjarni Bjarnason. 24. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt, Fundi slitið. Lög U. M. S. B. 1. gr. Með Iógum þessum stofna ungmenna- félög innan ungmenna-sambands Islands í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu samband sín á milli er nefnist „Ungmennasamband BorgarfjarSar. 2. gr. Tilgangur sambandsins er aS sameina krafta hinna einstöku ungmennafélaga á sambandssvæSinu til aS ná sem best stefnu eSa takmarki ungmennafélaganna. Tilgangi sínum hugsar U. M. S. B. sér að ná meS þvi aS: a. Halda íþróttamót að sumrinu, þar sem félagsmönnum gefst kostur á aS taka þátt í íþróttum og keppa til verSlauna, er nánar skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.