Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI sem mest sjálfsvörn verkamannanna í fjár- málunum, koma stjórnmálablöðin og hyggj- ast að geta aflað fylgis tiltrúarlausum mönn- um, sem vilja gera sér þjóðmálastarfsemi að atvinnuvegi. Og meðaiið er hið sama og áður. Þeir ætla aS villa almenningi sýn. Reyna með persónulegum árásum á menn,3 sem vinna aS viðreisn þjóðarinnar að hindra að nokkurt nýtilegt verk verði gert. Skal pvi skýra nánar, hvað hér er um að ræða. . Þegar Islendingar fóru að rétta við, seint á 19. öldinni, var hér eiginlega ekki nema ein alþýSustétt, bændurnir. Þeir lifðu við bágborin kjör yflrleitt. Fátæktin almenn, hús, föt og fæði ófullkomið, þæg- indi engin, æfin samfelt árangurslitið strit. íslenskur varningur lélegur og í litlu áliti. Verslunin hálfgerð einokun, illræmd vöru- skifta- og skuldaverslun. Jafnvel ekki dæmalaust að kaupmenn misþyrmdu bændum. 1 einu kauptúni á Norðurlandi var t.'d. verslunarstjóri ekki alls fyrir löngu, sem barði fjölmarga bændur í sinu um- dæmi. Stjórnmálavöld höfðu bændurnir lilil sem engin. En smátt og smátt hefir þetta breyst. Alþýðan í sveitunum hefir hafið sig á hærra stig með samtökwn og samvinnu. Veldi kaupmannanna er í mörgum héruSum brotiS á bak aftur, og nú i ár hefir erindreki kaupfélaganna sparaS alþýSu meir en 20,000 kr. fram yfir kaup sitt, með umboðslauna sparnaði einum saman og eingöngu vegna samvinnufélag- anna hefir betra orð komist á íslenskar sveitaafurðir og markaðurinn stór batnað. Með búnaðarsamtökum hafa jarðabætur mjög aukist. En af þessum framförum leiðir aflur það, að híbýli í sveitum og allur aðbúnaður manna batnar stórum með hverju ári. Ög þessa breytingu má mest þakka samtökum bœnda, bæði /;ár- hagslega og í stjórnmálum. Þó þykir bændum ekki nóg aS gert og hafa aldrei veriS uppi ákveðnari raddir en nú um að bændur héldu sem best saman, hafi öílug. an flokk í þinginu, komi upp yfirkaupfé~ lagi eða sambandsheildsölu i Reykjavik til að losna við stórsalana, nái yfirtökum á bönkunum, svo að fjármagni landsins verði varið til ræktunar miklu meira en veriS hefir o. s. frv. En nú er komin upp önnur alþýðustétt en bændur. Árlega fjölgar hinum fátæku kauptúnabúum, verkamönnum á sjó og landi. Þessi stétt er önnur fjölmennasta stétt í landinu, og í sameiningu við sveita- menn skapar hún þjöðarauðinn. En verka- menn hafa ekki haldið saman fyr en, ef tetja skyldi síðustu missirin. „Yfirstéttin" hefir farið með óskorað vald fyrir hönd verkamannanna. En árangurinn er óglæsi- legur. Almenn fátækt, húsakynni, fatnað- ur og fæði af lélegasta tægi. Stundum heil fjölskylda í einu kjallaraherbergi, og ekkert eftirlit af hálfu þjóðfélagsins. Bækur litlar sem engar. Skólar engir eða upp- fræðing eftir að barnaskóla sleppir. Eítir- lit með bátum og skipum sama sem ekki neitt, enda slys og drukknanir á sjó tiðari en með nokkurri annari þjóð. Lítið sem ekkert gert til að bæta úr neyð forsjár- lausu sjómannabarnanna. Á togurunum verri vinna, en nokkurntíma hefir þekst áður hér á landi, og er viss að leiða til bráSrar úrkynjunar, ef ekki er fljótt viðgert. (Sbr. vinnuvísindin um þreytu o. s. frv.). Og til aS kóróna alt eru skattarn- ir til almenningsþarfa lagSir langþyngst á þessa niSurbældu stétt. Lengi mætti telja, en þess þarf ekki. Tilætlunin sú ein aS vekja eftirtekt góðra og athugulla manna á því, að hér er voða- lega mikið viðfangsefni. Þeir sem hafa átt að hafa forsjá með verkamönnum, hafa skammarlega vanrækt sitt starf. En ef kauptúnabúar vildu nú hjálpa sér sjálfir? Ekki ættu drenglyndir menn í sveitunnm að verða til að kasta fyrsta steininum, Bændur ættu að minnast þess, að enginn hefir bjargað þeim — nema félagsskapur þeirra og atorka.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.