Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Síða 8

Skinfaxi - 01.05.1916, Síða 8
56 SKINFAXI sem mest sjálfsvörn verkamannanna i fjár- málunum, koma stjórnmálablöðin og hyggj- ast að geta aflað fylgis tiltrúarlausum mönn- um, sem vilja gera sér þjóðmálastarfsemi að atvinnuvegi. Og meðaiið er hið sama og áður. Þeir ætla að villa almenningi sýn. Reyna með persónulegum árásum á menn,] sem vinna að viðreisn þjóðarinnar að hindra að nokkurt nýtilegt verk verði gert. Skal þvi skýra nánar, hvað hér er um að ræða. . Þegar Islendingar fóru að rétta við, seint á 19. öldinni, var hér eiginlega ekki nema ein alþýðustétt, bændurnir. Þeir lifðu við bágborin kjör yflrleitt. Fátæktin almenn, hús, föt og fæði ófullkomið, þæg- indi engin, æfin samfelt árangurslitið strit. Islenskur varningur lélegur og í litlu áliti. Verslunin hálfgerð einokun, illræmd vöru- skifta- og skuldaverslun. Jafnvel ekki dæmalaust að kaupmenn misþyrmdu bændum. í einu kauptuni á Norðurlandi var t.'d. verslunarstjóri ekki alls fyrir löngu, sem barði fjölmarga bændur i sínu um- dæmi. Stjórnmálavöld höfðu bændurnir lítil sem engiu. En smátt og smátt hefir þetta breyst. Alþýðan í sveitunum hefir hafið sig á hærra stig með samtökum og samvinnu. Veldi kaupmannanna er í mörgum héruðum brotið á bak aftur, og nú í ár hefir erindreki kaupfélaganna sparað alþýðu meir en 20,000 kr. fram yfir kaup sitt, með umboðslauna sparnaði einum saman og eingöngu vegna samvinnufélag- anna hefir betra orð komist á íslenskar sveitaafurðir og markaðurinn stór batnað. Með búnaðarsamtökum hafa jarðabætur mjög aukist. En af þessum framförum leiðir aftur það, að hibýli í sveitum og allur aðbúnaður manna batnar stórum með hverju ári. Og þessa breytingu má mest þakka samtökum bœnda, bæði fiár- liayslega og i stjórnmálum. Þó þykir bændum ekki nóg að gert og hafa aldrei verið uppi ákveðnari raddir en nú um að bændur héldu sem best saman, hafi öflug. an flokk í þinginu, komi upp yfirkaupfé' lagi eða sambaudsheildsölu í Reykjavík til að losna við stórsalana, nái yfirtökum á bönkunum, svo að fjármagni landsins verði varið til ræktunar miklu meira en veri& hefir o. s. frv. En nú er komin upp önnur alþýðustétt en bændur. Árlega fjölgar hinum fátæku kauptúnabúum, verkamönnum á sjó og landi. Þessi stétt er önnur fjölmennasta stétt í landinu, og í sameiningu við sveita- menn skapar hún þjóðarauðinn. En verka- menn hafa ekki haldið saman fyr en, ef telja skyldi síðustu missirin. „Yfirstéttin“ hefir farið með óskorað vald fyrir hönd verkamannanna. En árangurinn er óglæsi- legur. Almenn fátækt, húsakynni, fatnað- ur og fæði af Iélegasta tægi. Stundum heil fjölskylda í einu kjallaraherbergi, og ekkert eftirlit af hálfu þjóðfélagsins. Bækur litlar sem engar. Skólar engir eða upp* fræðing eftir að barnaskóla sleppir. Eftir* lit með bátum og skipum sama sem ekki neitt, enda slys og drukknanir á sjó tíðari en með nokkurri annari þjóð. Lítið sem ekkert gert til að bæta úr neyð forsjár- lausu sjómannabarnauna. Á togurunum verri vinna, en nokkurntíma hefir þekst áður hér á landi, og er viss að leiða til bráðrar úrkynjunar, ef ekki er fljótt viðgert. (Sbr. vinnuvísindin um þreytu o. s. frv.). Og til að kóróna alt eru skattarn* ir til almenningsþarfa lagðir langþyngst á þessa niðurbældu stétt. Lengi mætti telja, en þess þarf ekki. Tilætlunin sú ein að vekja eftirtekt góðra og athugulla manna á því, að hér er voða- lega mikið viðfangsefni. Þeir sem hafa átt að hafa forsjá með verkamönnum, hafa skammarlega vanrækt sitt starf. En ef kauptúnabúar vildu nú hjálpa sér sjálfir? Ekki ættu drenglyndir menn í sveitunnm að verða til að kasta fyrsta steininum. Bændur ættu að minnast þess, að enginn hefir bjargað þeim — nema félagsskapur þeirra og atorka.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.