Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Síða 7

Skinfaxi - 01.12.1916, Síða 7
SKINFAXl. 185 ur oft fyrir framv. a<5 skora mark, og er þvi ráðlegt fyrir þá að œfa „markskot", einnig fyrir hægri og vinstri framv. að æfa innvarp, því þeir eiga að varpa knett- inum inn á leikvöllinn fyrir samherja sína en ekki útframherjar. Mikinn hagnað get- ur flokkurinn haft af innvarpi, og er þá eigi sama hvernig það er framið. Það sem framv. eiga að forðast, er að halda knettinum of lengi, og ætla sér að komast i gegn með knöttinn. Munið að margar hendur vinna létt verk, og Iátið því fram- herjana hafa fyrir því að skora mark. Vetrarkvöld. Það er vetrarkvöld, svalt og heiðríkt. I dökkbláma himinsins ljóma marglitar stjörnur og hálfmáninn gægist upp að fjallabaki, en norðurljósin — þetta dá' samlega undraskraut íslensks himins — Ijóma og loga, eyðast og eflast með leifturhröðum flýti og fjöri og öll þess' ljósadýrð varpar birtu sinni yfir landið’ hulið hvítum hjúpi frosts og fanna. Kyrð og þögn. Djúpur friður og hljóður breiðir ósýnilegan faðm sinn yfir ríki náttúrunnar, og þó — þó er eins og margar raddir hvísli í eyru vor, einkenni- lega hátt og skýrt og hver keppist við aðra að ná sterkustu tökunum í hugskoti voru. Hverjar eru þessar raddir og hvað- an koma þær? Eilífu alheims undralög! Skýrið þetta fyrir vorum sljóa skilningi. Hver ræður yfir þessu volduga, hátigna ríki? Hver hefir gert alla þessa fegurð, og hver er konungur ljóssins og lífsins? Getur nokkur í alvöru efast um mikilleik og almætti þeirrar veru eða haldið því fram að allir þessir hlutir, alt þetta líf og starf á himni og jörðu hafi orðið til af sjálfu sér? Er ekki inndælt að skoða þessi máttugu verk og láta þau sannfæra oss um einn og þrieinan guð, og er það ekki ljúft að vita af sér undir föðurhendi þess guðs? Et' það svo ekki hneikslan- legt að veikja og afvegaleiða þessa trú, sem öldum saman hefir verið meginþátt- urinn í styrk og sannri hamingju krist- inna manna? Mennirnir á vorum tímum þykjast vera vitrir. Þeir kalla til lýðsins og segja: „Hver ert þú, sem segir að kristindómur- inn sé sannur og algildur? Nei, biblían er að ýmsu leyti skáldskapur og mis- skilningur. Kastið þvi kreddunum og trúið því sem skynsemin blæs ykkur í brjóst“. — Er það ekki sorglegt að ýmsir gáfu- menn skuli kappkosta að berja þessu líkar setningar inn í huga og sannfær- ingarvitund manna. Hafa þeir athugað hvílikar óheillaöldur þeir senda frá sór með slikum kenningum og trúa þeir því sjálfir að þeir þekki svo upphaf og undir- stöðu kristindómsins að þeir séu þess megnúgir að umskapa trúarbók vora og kristindóm. Nei. Enginn spekingur er svo djúpvitur að hann geti búið til heilbrigðar rök- semdir til að véfengja kristnitrúna eða sannað að enginn guð sé til, eins og allmargir hafa leyft sór að halda fram, Hin dásamlega bygging alheimsins, er talandi vitni sem ekki verður fram hjá gengið. * * * Það líður á kvöldið. Tunglið hækkar á lofti. Fleiri stjörnur koma í ljós. Norður- ljósin leiftra og braga. Fell og ásar, hól- ar og sléttlendi ljónia í hvítagulli ljóss og fegurðar. Á hjarninu skundar ferðamaður- inn með léttum og hröðum skrefum. Kinnarnar eru rjóðar og heitar, brjóst- ið fullt af heilnæmu lofti og svell- andi móði vona og þrár. Fortíðin, nútíðin, framtíðin, himinn og jörð keppast á um umhugsun hans. Hann er giaður og hrif- inn, og þó er eins og ókent aíl snerti hvern streng í hjarta hans og vekji þar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.