Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI er sem náttúran sjálf hafi málað eða ritað þessi nöfn með óafmáanlegu letri. Fjöllin, sem nefnd voru, segja til nafnsins um leið og litið er á þau. Mönnum finst það óliæfa að hugsa til þess, að þau beri önnur lieiti. peir, sem ferðast um pórs- mörk, fá ósjálfrátt tilfinningu fyrir því, að alveldi hins guðlega máttar lýsi sér óvíða betur en á slíkum stöð- um, sem pórsmörk er, þar sem stórfengleg, fögur og margbreytt náttúra tala lil manna. Við Gullfoss er það litadýrðin, sem mest lirifur. pegar bjart er í lofti og sólskin, er sem ljómi af gulli í úða fossins. peir, sem horfa á þessa undrafegurð, finna að nafnið á fossinum er skrumlaust heiti, það er sannnefni. Óteljandi dæmi lík þeim, sem hér hafa verið tekin, mætti nefna, þar sem lcalla má að staðhættir segi sjálf- ir lil nafns með meistaralegum hætti. pesskonar örnefni hafa slcapast á öllum öldum þó nafngiftin liafi tekist misjafnlega, sem vonlegt er. Annar þáttur örnefna er bundinn við mannanöfn. pað er mannlegt að unna mest þeim stöðum, sem lífið er mest tengt við. par sem verkin eru flest unnin og menn dreymir drauma sína, þar sem þeir þrá og njóta, gleðjast og liryggjast, þar sem vonirnar fæðast og deyja, finna menn að þáttur er rakimr af þeim sjálfum og helga minningunum staðinn með því að gefa honum nafn sitt. priðji þáttur örnefna er bundinn við sérstök atvik eða æfintýri, sem þar hafa gerst. Mundi það verða mik- ið og merkilegt fræðasafn, sem kynni að greina frá öllu því, sem hefir átt beinan eða óbeinan þátt í því að skapa örnefni, en þvi miður er langt frá því að slik söfn séu til. Raunar hefir verið til mesti fjöldi af munnmælum um þetla efni í hverri sveit, og allmikið er til af þessu enn, þó margt sé glatað, en flest eru fræði þessi órituð og órannsökuð, geta þau því gleymst hvenær sem er. Fornmenn voru á undan nútíðarmönnum i þessu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.