Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 10
10 SKINFAXl hvivclna. En sá er ekki drengskaparmaður, sem er ó- hreinlyndur eða hugsar altaf að eins um sjálfan sig, en tekur ekki tillit til annara. pað er alkunna sagan um Ingimund gamla. pegar Hrolllaugur veitti honum hanasár, var liann svo göf- uglyndur að hjálpa honum til að komast undan, áður en menn vissu um illvirki þetta. Á þeim tímum þótti sjálfsagt að hefna fyrir mótgerðir þólt minni væru. po var það mjög átalið, er heitt var ódrengskaparbrögð- um eða níðingsverk framin. pegar menn eru að leik, er oftast liægt að sjá hvað inni fyrir býr. Sumir eru altaf að tala um það, að ástæðulausu, að þetta eða hitt, sem mótstöðumennirnir gera sé ekki rétt, og að öll að- staða þeirra sé hetri, ef þeim sjálfum gengur miður. Aftur á móti eru sumir altaf góðgjarnir og tillögugóð- ir, og' vilja slaka til í öllu heldur en að vekja misklið. Eg mct þá menn miklu meira, sem þannig koma fram gagnvart leikbræðrum sínum og tel mikil líkindi til þess að þeir sem þannig hreyla í leik, muni líka reyn- ast þannig í lífinu. Eins er með þá, sem altaf reyna af alefli að hafa rangt við i leik, ef ske kynni að þeir þá hefðu yfirhöndina. þ’eim er tæplega treystandi til þess, að koma drengilega fram gagnvart náunganum á leikvelli lífsins. Sá skortur, á drengskap, sem oftast kemur i Ijós nú á timum er sennilega óorðheldnin. Á söguöldinni þóttu drengskaparloforð og eiðar allir mjög mikils virði liér á landi. þeir sem rufu þau heit þóttu lítilmenni. það þótti og ógæfumerki að ganga á heit sín eða rjúfa gerða sætt. Á miðöldum var það al- tílt i sumum löndum, að ungir aðalsmenn væru slegnir til riddara. peir unnu þá riddaraheit sitt, og skuld- bundu sig til þess að lcoma altaf drengilega fram gagn- vart öðruin. peir máttu aldrei níðast á þeim, sem voru minni máttar. Orð riddarans voru allaf tekin trúan- Jeg, en ef hann rauf heit sín, þótti hann óhæfur innan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.