Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 11
SKINFAXI
11
riddarastéttarinnar, og var opinberlega gerður rækur úr
henni. pað virðist ekki vera tekið eins hart á þessu nu
á tímum. Nú víla menn ekki fyrir sér að rjúfa loforð
sm og samninga, ef það getur orðið þeim sjálfum í hag.
Einstaklingarnir gera sig oft seka í þessu og jafnvel
lieilar þjóðir. pað Iiefir komið fyrir, að þótt ríld hafi
gert samning sin á milli þá liafa þessir samningar verið
virtir að vettugi og rofnir. Dæmi um þetta þekkja menn
frá síðasla heimsófriðnum. pað þarf að reyna að
stemma stigu fyrir þessari óvirðingu einstaldinga á orð-
um og heitum þeirra sjálfra. það þarf að rýma þess-
um óheilindum burtu, en efla drengskap og sannleiks-
hollustu.
Ungmennafélagarnir eiga að vera merkisberar dreng-
skaparins. peir eiga að stuðla að því, að hann sé í há-
vegum hafður, hvar sem hann kemur fram, hvort held-
ur er hjá háum eða lágum. ]?eir eiga líka að sýna það,
að þeir séu menn til að lialda drcngskaparloforð sín,
og bera þannig virðingu fyrir því, sem best er og göf-
ugast í þeim sjálfum. peir æltu að kenna unglingum
félaganna, jafnskjótt og þeir ganga i þau, að bera virð-
ingu í’yrir drengskaparheitinu, og reyndar öllum lof-
orðum sínum, og eins að keppa að þvi að koma altaf
drengilega fram gagnvart öðrum. Mörgum finst erfitt
að koma liugsjónum sínum í framkvæmd, ef þeir hafa
altaf i huga að sýna sannan drengskap i baráttunni fyr-
ir þeim. hættir við að láta ákafann blinda sig svo, að
meðulin, sem þeir nota til þess að koma liugsjónum
sínum í verk, eru ekki svo drengileg, sem skyldi, þótt
markmiðið sé göfugt og gott. En þeim farnast oftast
best i baráttunni, sem best hefir vald á sjálfum sér,
beitir aldrei ódrengskaparbrögðum, forðast að særa
og meiða að óþörfu og hyggur ekki á hefndir fyrir
hverja mótgerð. pað væri óskandi, að ungmennfélögin
ættu sem mest af slikum mönnum, og að það væri talin