Skinfaxi - 01.01.1928, Qupperneq 7
SKINFAXI
7
likt og flest annað sem manngöfgi er að, þvi lengur
sem liugsað er um það og þvi betur, sem þvi er sint,
þess meiri þroski og ánægja má að þvi verða.
Örnefnasöfnun mun laða unglinga betur en flest
annað til þess að skygnast inn í huliðsheim horfinna
daga. Heilir herskarar orðmynda og æfintýra frá öllum
öldum Islandsbygðar drífa að þeim, reynir þá mjög
bæði á imyndunarafl og dómgreind. Er það auðsætt að
liér erumaðræða einn hinn merkilegasta menningarþátt
þjóðarinnar, og ærin nauðsyn að rekja hann vandlega,
en aldrei mun það gert nema margir leggi liönd að
verki. Ungmennafélagar mega mikið að gera, ef vel er
á haldið, en þeir, sem unna þjóðlegum fræðum og
eru fróðir um þau, þurfa að hjálpa ungmennafélögun-
um með ráðum og dáð.
G. B.
Frá Borgfirðingum.
Borgarfjörður er fagur, viðfeðma og búsældarlegur.
Mætti þvi ætla að sveitamenning stæði þar föstum fót-
um, enda liafa þar verið miklar framfarir síðustu
áratugi. Nýrækt, húsabætur og vegagerð er betur á
vegi slatt í Borgarfirði en flestum héruðum. Bænda-
skólinn og lýðskólinn hafa eflaust báðir átt mjög mik-
inn þátt í þvi að hef ja menning sveitarinnar. Ungmenna-
félög hafa síarfað þar í flestum sveitum um langt
skeið, enda mun óvíða hægra að hafa öflug' héraðs-
sambönd ungmennafélaga en í Borgarf jarðar- og Mýra-
sýslu, sökum góðra vega og legu héraðsins, og sannar-
lega ættu skólarnir, en þó einkum lýðskólinn, að hafa
niikil áhrif á félagsþroska æskulýðsins, bæði kvenna
og karla.