Skinfaxi - 01.01.1928, Síða 8
8
SKINFAXI
Hvítárbakkaskóli liggur nær miðju héraði, mun
liann árlega sóttur af unglingum úr flestum sveitum
Iiéraðsins. I skólunum verða þeir fyrir þroskavænleg-
um áhrifum bæði frá kennurum og námsfélögum sín-
um úr fjarlægum sveitum, en þurfa þó einkis að missa
af þvi, sem gerist í heimahögum þeirra, geta notið þess
til lilitar, sem þeir þekkja hest og eru aldir upp við. Slík-
ir menn ættu að vera vel fallnir til þess að gerast góðir
foringjar ungmennafélaga sveitar sinnar. Enda má það
marka af mörgu að forgöngumenn horgfirskra ung-
mennafélaga i'inna að Hvítárbakkaskólinn má verða fé-
lögunum til gagns og sæmdar. Ungmennafélagar hafa
styrkt skólann með ýmsum liætti. 1925 gáfu þeir 600
krónur, sem varið var til þess að kaupa orgel handa
skólanum, og nú hafa félögin myndað sjóð, sem á að
nola lil þess að efla skólann. Oft hafa fjelögin lialdið
námskeið í sambandi við Hvítbekkinga, eitt af þeim
námskeiðum stendur nú yfir.
Lengi hafa borgfirsku fclögin lagt kapp á að fá góða
fyrirlesara til þess að heimsækja sig. Sigurður Noi’dal
prófessor flutti fyrirlestra fyrir félögin s. 1. sumar.
Jónas kennari porvaldsson fór meðal félaganna í fjrra-
vetur til þess að fræða þau og leiðbeina þeim, og nú
um áramótin fór Helgi Hannesson um Borgarfjarðar-
og Mýrasýslu i sömu erindum.
Arlega hafa ungmennafélög Borgarfjarðar- og Mýra-
sýslu íþróttamót, er það vanalega háð í jiilímánuði á
Hvítárbökkum. Á mótstaðnum reistu félögin skála s. 1.
vor. Verður hann notaður þá er mót eru haldin, og gert
er lika ráð fyrir að nota hann við íþróttaiðkanir. par
geta íþróttamenn, sem ætla að keppa á mótum, iðkað
iþróttir, næstu daga fyrir mótin, mundi það hæta mjög
fyrir keppendum, ef þeir hefðu tækifæri til þess að
kynnast hver öðrum áður en lil úrslita kemur milli
þeii’ra.
Ungmennasamband Borgarfjarðai’- og Mýrasýslu