Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI gagnslítið að hafa i höndum landamerkjabréf, sem mið- ar við ,Grástein og Stóruþúfu‘eða einhver önnur örnefni, ef engar öruggar heimiidir eru til um það, livar örnefni þessi er að finna. Reyndur lögfræðingur, sem rannsak- að liefir mörg landaþrætumál, sagði að oft reyndist erfitt að leysa úr þessum vanda. ]?egar einn telur landa- merkjaörnefni hér, segir annar þau austar eða vestar, norðar eða sunnar, og enginn hefir gildar sannanir. Sjá allir að það er rotinn eignarréttur, sem hvílir á slikum grundvelli, enda hefir þetla oft valdið óþægi- legum nágrannakrit, sem leiddi til andlegra og efna- legra útgjalda. Margt er það fleira en landamerki, sem miðað hefir verið við örnefni um langan aldur. Kalla má að öll alþýða hafi öldum saman lagt þau til grund- vallar við mælingar l)æði á tíma og rúmi. Eyktamörk þurfti hver maður að þekkja, var það engu ónauðsyn- legra en að liafa klukku nú á dögum. pá er það alkunn- ugt að sjómenn höfðu mikið gagn af örnefnum. peir miðuðu ferðir sínar og fengsvon við afstöðu þeirra, og með hliðsjón af þeim sköpuðu þeir fjölda af veiðimið- um á hverjum firði og hverjum vog' kringum Iand alt. Sannarlega hefir notagildi örnefna verið mikið. Alt breytist og svo er um þetta mál. Stoðir örnefna hrukku nú liver af annari. Fléstir dvelja nú miklu skemur á sama stað en áður var. Nýir siðir koma með nýum herrum, og örnefnin gjalda þess. Fráfærur liverfa úr sögunni, fénaðarferð minni. Andatrúin er hoðuð með nýjum hætti, nútíðarandarnir eru víst flestir heimilislausir á jörðinni eins og Kain. Áttavitinn, klukk- an og veiðiskapur á djúpmiðum valda þvi, að nú er minni þörf að átía sig eftir örnefnum en áður var. Blómaöld örnefna virðist vera á förum, notagildi þeirra minkar, hlýtur það að leiða til þess, að mörg þeirra verða fremur dautt mál en lifandi og hljóta þvi að fyrnast von hráðar. En flestum, sem eittlivað liugsa um þjóðleg fræði, þyk-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.