Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 14
14 SKINFAXi vorum var skipað 1918 og liverja úrlausn sjálf sam- bandslögin benda oss á um endanlega skipun hins ís- lenska þjóðríkis. pá getur ekki hjá því farið, að þús- undárahátiðin verði oss livöt til þess að endurreisa hið fallna lýðveldi. Unga kynslóðin í landinu er gæfusöm kynslóð ef hún hefir þelta hugfast og lætur ekkert tækifæri ónot- að til þess að gera árin 1918, 1930 og 1943 merkileg- ustu ártölin í sögu Islands á dögum hins forna lýð- veldis. Lárus Sigurbjörnsson. íslenskir kvenbúningar. Nú þegar hæst stendur umhugsun um undirbúning fyrir aliþngishátíðina 1930, þá virðist mjer að vjer ungmennafjelagar ættum að hera þar fram tillögur okk- ar. Nýlega flutti Skinfaxi ágæta grein um hinn íslenska þjóðbúning karla, sem nokkrir menn í R.vík tóku upp síðastliðið siimar. Sýnir það áliuga karlmanna fyrir húningamálum í þjóðlegum stíl og megum við kven- fólkið síst vera eftirbátar þeirra í þeim efnum. Vilanlega liafa liinir íslensku kvenbúningar aldrei algerlega lagst niður, þó að í seinni tið hafi þeim kon- um mjög fækkað, er nota þá, og í þeirra stað hafi er- lend tíska rutt sjer mjög til rúms, er lítið mun miða til hóta, hvorki fjárhagslega nje menningarlega. Nokkrar raddir hafa Iieyrsl nýlega, um að mynda nýjan þjóðbúning fyrir íslenskar konur, þar sem stilt væri í hóf milli heggja málsaðila, þeirra sem klæðasl vilja íslenskum búningum og hinna, sem erlendri tísku fylgja. Raunar hefi jeg nú ekki skilið til lilítar, livernig sá búningur á að vera, en eftir þvi, sem jeg liefi næst

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.