Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1928, Side 15

Skinfaxi - 01.01.1928, Side 15
SKINFAXl 15 komist, er þetta lýsingin: stutt pils, með eða án legg- inga og upphlutur úr sama efni, litir eftir hvers eins vild, mjó svunta, lögð framan á eða laus, og höfuðbún- ingur einhverskonar húfa eða bátur. Sje jeg ekki, að við getum eignað okkur annað aí þessum búningi en upphlutinn, sem þó er frábrugð- inn, vegna litanna. Alt það, sem einkent hefir íslenskan kvenbúning til þessa: skotthúfan, breiða svuntan, síða pilsið og svarti liturinn, á að hverfa. Eftir því, sem þessum fyrirhugaða búningi hefir verið lýst, virðist honum svipa mjög til norskra þjóð- búninga. Sýnist mjer það óviðeigandi og lítið þjóð- ræknislegt, ef við, fyrir sjálfa þjóðhátíðina, færum að stæla þjóðbúninga annara þjóða, jafnliliða og við erum að leggja okkar eigin þjóðbúninga niður. Býst jeg við, að Norðmönnum myndi virðast þessi nýji búningur furðu líkur sínum þjóðbúningum, og útlendingum, er þekkja íslenska þjóðbúninga og hafa metið þá að verð- leikum, myndi bregða í brún, eða myndu landar okkar vestan hafs þekkja íslenska búninga í þessu formi, er þeir sækja okkur heim 1930. Leyfi eg mér hér að koma með athugasemdir minar viðvíkjandi nýbreytni þessari og vona að' þér ungmenna- félagar íhugið þetta mál og berið fram tillögur ykkar um það. Væri ekki þjóðlegast, að við reyndum að útbreiða okkar eigin þjóðbúninga meðal íslensla'a kvenna, í þeim stil sem þeir nú eru, ekki einungis fyi’ir 1930, lieldur einnig lengri framtíð, án þess að taka tillit til þeirra, sem svo fast eru bundnar við ei’lenda tísku, að þær geta ekki notað íslenska Ixúninga, eins og þeir liafa verið lil þessa. Reyndar er hártíska sú, er nú ríkir (drengjakollurinn) óhæf við íslenska búninga, en myndi lxún þá fara betur við þennan fyrirhugaða þjóð- búning?

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.