Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 2
50
SKINFAXI
á þroskaskeið ungra manna. En tæpast verður þó deilt
um það, að skólarnir marka ærið oft þau sporin, sem
síst fýkur yfir, enda er það mjög að vonum, þvi að þeir
eru til þess kjörnir. peir eiga að þroska og göfga, auka
víðsýni og afmarka stefnur. peir eiga að leiðbeina um,
hvernig velja skal og hafna, en forðast þó kannske mest
af öllu að ætla sér að steypa alla í sama móti, og má
þá síst gleyma hinum ytri álirifum. Engum fær dulist,
að fögur og frjósöm náttúran, góðir heimilishættir,
tieilbrigt heimilislif og ódýr skólavist, er öllum nem-
endum næsta mikils virði. Öll þessi góðu og nauðsyn-
legu ytri skilyrði geta sveitaskólarnir veitt og munu
líka flestir gera það. öðru máli er að gegna um kaup-
staðaskóla. par eru þessi dýrmætu gæði torfengnari.
Reykjavíkurnám er tvöfalt til þrefalt dýrara en sveita-
skólarnir á sama tíma. Heimilisleysi, einangrun og
ginningum, sem Reykjavíkurlífið leggur í veg aðkom-
endanna, hefir Skinfaxi áður lýst.
Ungmennafélagar munu flestir í flokki þeirra, sem
lelja það illa farið, að nær þvi allir skólar skuli hafa
verið reistir í kaupstöðum. peim er þvi mikið gleði-
efni, þegar nýjar menlastofnanir eru reistar i sveit, eða
verulegar umbætur eru gerðar á skólum þeim, sem þar
eru. Heimildarlög um Hólaskóla, sem afgreidd voru á
þingi í vetur, eru meðal nýunga þeirra, sem eru í sam-
ræmi við óskir ungmennafélaga um þetta mál. Sam-
kvæmt lögum þessum má breyta og bæta mjög skipu-
lag það, sem gilt hefir um skóla og bú á Hólum, og að
ýmsu leyti mega lög þessi teljast merkileg nýung í
skólamálum landsins. Lögin heimila „að auka svo að
miklu nemi kröfurnar til verknáms nemenda við jarð-
rækt, búfjárhirðingu og önnur landbúnaðarslörf, enda
sitji þeir fyrir inngöngu í eldri deild skólans, sem lok-
ið hafa átta vikna jarðyrkjunámi.
Að reka skal búið fyrir opinberan reikning. Að láta
verða þær breytingar á kennaraliði skólans og reglu-