Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 9
SKINFAXI 57 s-i, en ættarnöfn kvenna eru sjaldnast neitt beygð. Af því ættarnöfnin eru ófrjó, eru þau tiltölulega meinlaus, en þau geta þó smitað út frá sér. pegar rituð eru nöfn blaða og bóka, félaga og alls- konar stofnana, eru þau oft höfð innan gæsalappa. þessi orð, sem gæsalappirnar lielga sér, standa ofl óbeygð í setningunni. Orðaröðin kemur mér þá svipað fyrir sjón- ir og bópur manna, þar sem sumir ganga aftur á bak. Af því að eg vissi — og veit — að margir þeir, er þannig rita, eru mér mikíu fremri að allri málkunn- áltu, hélt eg að til væri einbver dýrmæt regla, sem bann- aði að beygja þau orð, sem stæðu innan vébanda gæsa- lappanna. En þó eg þekti ckki þessa reglu, ætlaði eg að kynnast lienni með því að atliuga, bvernig hún væri notuð, eins og eg þykist vita að öll lögmál tungunnar bafi verið fundin. En eg gafst þar fljótlega upp, því að eg fann ekkert annað en rugling og handahóf. Nafn, sem er beygt á einum stað, er ekki beygt á öðrum, meira að segja i sömu greininni. Oftast er þá eignar- fallinu baldið, en nefnifall látið drasla í stað binna fallanna. Stundum eru nöfnin óbeygð og gæsalappalaus, og stundum sjást þau beygð i öllum föllum — innan gæsa- lappa. Eg get ömögulega skilið, livers vegna orð eins og: Brúin, Stjarnan, Baldur, Svanur o. fl. missa máls- eðli sitt við að verða beiti á félögum, til dæmis, eða skipum. Hyí þykir Iieppilegra að segja: Fundur í félag- inu „Brúin“, heldur en „fundur í félaginu Ðrúnni“. En þó lield eg að fyrri rithátturinn sé algengari. Mig lang- ar lil að benda ungmennafélögum á það, að nöfn félag- anna sóma sér og þeim best, að þeir brjóti ekki á þeim hin fornu lög tungunnar, sem þeir liafa heitið að vernda. þetta þykja ef til vill smámunir. En gáum nú að. þarna er kominn heill hópur orða, sem eru undanþegin öll- um beygingum bæði í riti og ræðu, en talmálið liefir engar gæsalappir. Ætli fleiri geti þá ekki slegist í hóp- inn? Ef fallbeygingar rýmast burt úr málinu að mestu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.