Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 6
54 SKINFAXI leikir, stökk, hlaup, Mullersæfingar og köst allskonar. Sigurður var að mestu einn um að kenna íþróttir, og auk þess kendi hann líkamsfræði og íþróttasögu. En Magnús Björnsson kendi önnur bókleg fræði, svo sem íslensku, reikning, hókfærslu o. fl. Kenslugjald nem- enda, ljós og þjónusta á námskeiði þessu var kr. 70.00, fæði kostaði kr. 1,80 á dag. Annað námskeið hafði Sigurður allan marsmánuð og fram i apríl, fyrir drengi á fermingaraldri, og nú hefir hann ráðið til sín kenslukonu í garðrækt til þess að kenna stúlkum garðyrkju í vor, auk þess kennir liann þeim sund og fleiri íþróttir. Námskeið þetta byrjar seint í maí og mun standa yfir 4—6 vikur. Allir, sem stunduðu nám í Haukadalsskólanum nú í vetur, liafa lokið lofsorði á dvöl sína þar; eru miklar líkur til, að stofnun þessi reynist iþróttalífi þjóðarinn- ar liin mesta efling. Sigurður ætlar að haga kenslu sinni á mjög likan hátt næsta vetur, nema hvað liklegt er að námskeið, eink- um drengjanámskeiðið, verði lengra þá en nú, og að ýmsu leyti verður enn betri aðstaða við skólann, bæði um húsrúm, kensluáhöld o. fl. Fjárstyrkur sá, sem Sig- urður fékk frá Alþingi í vetur, vegna skólastarfsemi sinnar, verður lionum bæði efling og livöt til þess að gera slcóla sinn sem best úr garði. þeir, sem hafa liug á að stunda nám í Haukadal najsta vetur, ættu að senda fyrirspurnir og umsóknir sínar sem fyrst, því að ef- laust verður aðsókn mikil. Verndun móðurmálsins. Eitt lielsta atriðið í stefnuskrá U. M. F. í. er vernd- un þjóðernisins og þá einkum tungunnar. í hverju er þá sú verndun fólgin? Alla, sem eitthvað hugsa um þetta mál, langar til að málið haldi sem best sínum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.