Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 11
SKINFAXI 59 er „sýnu betra guðavíni“ og mál svo fagurt, að liún „fyllir svimandi sælu sál og æð, þó hjartanu blæði.“ Eg liefi líka orðið þess vör, að sumir þeirra manria, sem með sanni má segja um, hvað mál þeirra snertir, að „eigi hvergi heima“, álíta íslenskuna svo ófullkomna, að hún sé ekki notliæf á sumum sviðum. Við höfum öll skyldur á herðum gagnvart málinu. En þyngsta ábyrgð- in livílir á rithöfundunum, því að þeir hafa víðtækust áhrif, bæði á kynslóð samtiðar og framtíðar. Rithöfund- ar eiga erfitt uppdráttar lijá okkur vegna fólksfæðar. En við höfum nú ekki þá stefnu, sem sjálfsögð er, að styrkja þá af sameign þjóðarinnar, svo þeir geti fylgt köllun sinni, og færist það væntanlega i vöxt, er stund- ir líða. Við getum ekki vænst þess, að þeir verði allri* stórmenni i andans heimi, en eins getum við krafist af þeim: Að mál þeirra geti verið almenningi til fyrir- myndar; það er þeim vorkunnarlaust. Mér líst ekki á hugsunarhátt þeirra rithöfunda, sem firtast og telja smámunasemi, ef fundið er að málfarsgöllum á ritum þeirra, þvi að þeir mega miklu fremur teljast sjálfskap- arvíti, heldur en ýms önnur smiðalýti. — petta stefnuskráratriði okkar ungmennafélaga, mál- verndunin, hefir ekki verið rætt itarlega i Skinfaxa nm langa hríð, og þótt umræður einar séu oft magnlítil „orð innantóm“, þá er eðlilegt að þeir, sem stefna að þráðu marki, reyni að gera sér og öðrum ljósar leið- irnar að því. Eg sendi Skinfaxa þessa grein í þeirri von, að aðrir, sem vel vilja og betur vita, reyni að gefa bendingar i þessu efni. J7órunn H. Guðmundsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.