Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 14
62 SKINFAXI sama veturinn og félagið var stofnað, var keypt land- spilda, — um 2 dagslátlur —, og eftir IV2 ár var kom- ið þar upp liús úr steinsteypu, 9x12 al. og bletturinn girtur með 5 gáddavírsstrengjum. Snemma var byrjað að stunda íþróttir innan félags- ins; var almennur áhugi á þeim lengi fram eftir, veitt þrenn verðlaun fyrir kappsund og glimur og drengja- glimu-verðlaun. — Fljótastir sundmenn, sem félagið hefir átt, voru þeir: Árni Böðvarsson og Magnús Egg- ertsson. Bestu glímumenn voru: Jón heitinn Egg- ertsson — druknaði veturinn 1922 —, Ingvar Hallsteins- son og Bjarni Eggertsson (fegurðarglíma). — Félagið hefir kept á héraðsmóti Borgfirðinga, og átti um tíma bestu glímumenn héraðsins. Óliælt mun að segja, að 10 fundir hafi verið haldn- ir að meðaltali á ári liverju, þau 17 ár, sem félagið lief- ir starfað. — „Vorblóm“ heitir blað félagsins, og er það venjulega lesið upp á fundum; hafa oft birst í því all- góðar ritgerðir. — Skemtisamkomur hafa verið haldn- ar 4—5 sinnum á ári hverju; auk þess stöku sinnum fyrirlestrar. — tms önnur störf hefir „Haukur“ haft með liöndum, svo sem: Heimilisiðnaðarsýningu, íþrótta- sýningar, æft söng og sjónleiki, komið sér upp bóka- safni, sem nú er orðið á þriðja hundrað bindi. Unnið i frístundum í félagsblettinum og húsinu. Einnig unnið sem sjálfboðaliðar að heyskap hjá bágstöddu fólki; haft kappslátt og kappreiðar, heimsótt önnur félög, tekið á móti þeim aftur o. fl., o. fl. — „Haukur“ gekk í sam- band U.M.F.Í. 1912. Sama er að segja lim þetta félag og ýms önnur, að áhuginn á félagsmálum muni hafa verið mestur með stofnendum þess, eða elstu félögum. ]?ó hefir „Haukur“ altaf átt sér áhugamenn, með einbeittan vilja á að lialda honum vakandi og gefast ekki upp; má þar m. a. geta núverandi formanns: E. V. Sigurðssonar, sem er einn af stofnendum félagsins og Iiefir aftur og aftur verið einróma kosinn formaður þess, og aldrei brugðist

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.