Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1928, Page 12

Skinfaxi - 01.10.1928, Page 12
92 SKINFAXI Iþróttanámsskeið. Til eru menn sem hafa mjög orð á þvl aö ungmenna- fél. vinnisl seint að sínum áhugamálum og að jafnvel ungmennafélagshreyfingunni hafi hrakaö sfðustu árin. Eg hefi ekki tfma til þess að rökræða þetta í löngu máli, en eg þykist þess vis að ef vel væri athugað þá myndi sannast, að oftast hafi verið haldið f horfinu og að við f mörgu stöndum feti framar en þegar byrjað var. Það tel eg ungmennafélögin hafa mest afrekað að nokkurn byr hefir öll líkamsrækt hlotið meðal þjððarinn- ar og má það hamingja heita að þing og núverandi stjórn hefir sýnt áhuga fyrir málum þessum. Aldrei hefir verið veitt jafnmikið fé til Iþrótta úr Sam- bandssjóði, sem sfðastliðinn vetur. Fé þessu var varið til námsskeiða vfðsvegar á land- inu. Alls var veitt úr Sambandssjóði kr. 1600. Þau námsskeið sem styrks nutu voru haldin f þess- um sýslum: Vestur-Skaftafellssýslu, (kennari Jón Pálsson) Árnessýslu, (kennari Sig. Greipsson) Eyjafjarðarsýslu, (kennari Björn Jónsson) Skagafjarðarsýslu (kennari Stefán Runólfsson) og Húnavatnssýslu. Fór því fram iþrótta- kensla í 5 sýslum er nutu styrks frá U. M. F. í., auk þess voru nemendur vfðar að en úr greindum sýsluni. Alls voru nemendur 460 þar á meðal stúlkur. Hefir þessi styrkur dreyfst víðsvegar og efalaust borið góðan ár- angur. Að jafnaði var fyrrihluti vetrarins notaður til fþróttanámsins og er það vænlegt, þvf vfðast hvar er þá minstum störfum að sinna, en þá er vel farið ef tóm- stundirnar eru notaðar til íþróttaiðkanna. Námsskeiðin stóðu yfir í 2—4 vikur. Lengst starfaði námsskeið hjá undirrituðum í 3 mán., er það sfst of langur tími, ef þess er gætt að nemandinn á að fá einhverja þekkingu og leikni f þeim greinum, sem iðkaðar eru. Menn vita það að sjálfsögðu að það getur tekið lang- an tírna að breyta urðum og melum f iðgræn tún; en

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.