Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1928, Side 12

Skinfaxi - 01.11.1928, Side 12
108 SKINFAXI það einkum þegar glfint er úti, og kalt er í veðri, að skikkja getur komið að góðu haldi, til þess að verja keppanda ofkælingu milli leikja. Þá má ennfremur vekja athygli á því, að betur mun fara, að þessi búningur sé sem mest einlitur, og gengið sé á hlið við mjög sterka iiti. Þeir sem vilja afla sér frekari vitueskju um búninga þessa, ættu að lesa um þá í Skinfaxa, nóvemberheftinu 1927, grein eftir Tryggva Magnússon listmálara. Að síðustu vil eg minna á það, að nú eru ekki full 2 ár til stefnu, og því mun ráðlegast að draga það ekki lengur að búa sig undir þessa hátið. Hér er um að ræða það mál, sem talist getur prófsteinn á félags- skap vorn, og megum við hvergi láta ásannast, að við séum alt i orði en fátt í verki. Fram! fram! Ekki að víkja! Skundum á Þingvöll og treystum vor heit! Sigurður Greipsson. Ferð gegnum Siljansdali. Flestir íslendingar munu kannast við dali þessa frá Grettissögu, því að eftir sögunni átti Glámur að vera þaðan ættaður. í Dölunum hafa þó aðrir merkilegri við- burðir skeð en sá að Glámur fæddist þar. Dalir kallast héraðið kringum Siljan milli Varmlands, Hárjedalins ög Vástmanlands. Hérað þetta er talið eitt hið fegursta í Svíþjóð; með mörgum fögrum stöðuvötn- um og hæðum, sem allar eru skógivaxnar. Fólkið í Dölunum er hraustlegt, frjálslegt, einbeytt og harðlegt á svip, yfirleitt gjörfulegt fólk, en nokkuð tortryggnislegt, einkum gagnvart ferðamönnum. Það er mjög tryggt við sveitina sína, og flytur ógjarna úr Döl- unum en leitar þó allmikið atvinnu utan þeirra, og hverfur siðan heim aftur með spariféð. Einnig er Dala-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.