Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 2
66
SKINFAXI
Sambandsþingið var haldið í gisti- og veitingahúsinu
„Þrastalundi“ sem Elín Egilsdóttir veitingakona i Reykja-
vik hefir bygt f Þrastaskógi eftir samningi við Sam-
bandsstjóm. Er það vænt hús mjög og vel ásjá-
legt.
Sem gestir heimsóttu þingið Símun av Skarði lýðskóla-
stjóri frá Færeyjum, Jóhannes Velden prófessor í hljóm-
list frá Tjekkoslovakiu, Freysteinn Gunnarsson kennara-
skólastjóri, Jón Helgason fiðluleikari og nokkrir ung-
mennafjelagar aðallega úr Reykjavík.
Nokkrar af tillögum þeim er þingið samþykti fylgja
hjer á eftir:
1. Viðvíkjandi Alþingishátíðinni.
„Þingið felur sambandsstjórn að taka á leigu stórt
samkomutjald til afnota fyrir ungmennafjelaga á Al-
þingisháttðinni“.
„Þingið skorar á ungmennafjelaga að taka þátt f
sameiginlegri skrúðgöngu, sem fyrirhuguð er á Þing-
völlum 1930, og fylkja sjer þar undir nierki sam-
bandsins.“
„Þingið felur sambandsstjórn að láta gera fána,
sem likastan merki ungmennafjelaganna, til þess að
nota við hátiðahöldin, en jafnframt sje þess þó gætt,
aö islenski fáninn sje þar á engan hátt fyrir borð
borinn."
„Þingið felur sambandsstjórn að reyna að koma því
til leiðar, að fánar, eftir uppkasti Tryggva Magnús-
sonar, með mynd landvættanna, verði bornir fyrir hverj-
um landsfjórðungi í skrúðgöngunni á Þingvöllum 1930.
Ef þetta fæst ekki, telur þingið æskilegt, að merkjum
þessum sje komið fyrir í skrúðgönguhluta ungmenna-
fjelaga".
„Þingið skorar á ungmennafjelaga, að veita í. S. í.
allan þann stuðning, sem þeim er unt, til iþróttasýn-
tnga á Alþingishátiðinni. Og auk þess skorar þingið á
ungmennafjelögin, að leggja kapp á islenska glímu,