Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 16
80 SKINFAXI fyrir s. 1. ár, 1928 (ártalið stendur á), og sendast til sambandsritara hið allra fyrsta. Þinggerð Sambandsþingsins er nú eins og áður send. hverju fjelagi. Má af henni sjá allr gerðir og ályktanir síðasta sambandsþings auk útdráttar þess er Skinfaxi flytur. Ákvarðanir Sambandsstjórnar nieð hliðsjón af fyrir- ætlunum þingsins eru þessar helstar: Bændaglíma verður háð á Þingvöliuin í sambandi við Alþingishátíðina og íslenskir þjóðdansar (vikivakar) sýndir hvort tveggja á vegum Sambands Ungmenriafjelaga íslands Forstöðunefnd hátíðahaldsins hefir þegar sett þessi tvö atriði í efnisskrá sína. Þessu til viðbúnaðar vill sambandsstjórn hjer með: 1 fyrsta lagi minna hvert fjelag á, sem glímu hefir æft eða vikivaka, eða hyggur að iðka, að æfa af kappi i vetur með það fyrir augum, að mannval sje til í þessa fyrirhuguðu þátttöku. Um glímuna mun Sigurður Greipsson sambandsfjeh. senda nánari orðsendingu — hann er þar sjálfkjörinn forráða- maður. Um vikivakana er þetta að kunngera. Hvert fjelag sem iðkar vikivaka eða hyggst að æfa þá í vetur, skal gera Sambandsstjórn það kunnugt (hverjum sem næstur er), hið allra fyrsta. Sambandsstjórn gerir ráð fyrir að geta senl vel færan mann, er fer á staö um hátíðar til fjelaga er þá hafa gefið sig fram. Sjer sá maður um, að dansarnir sjeu rjett iðkaðir og i samræmi, veitir kenslu til viðbótar og hyggur að hverjir þátttak- enda eru líklegastir á hverjum stað. Búist er við að þeir sem vikivaka sýni a Þingvöllum, verði að koma til sam- æfingar (til Reykjavíkur) litlu fyr, og verði til þess veittur sjerstakur fjárstyrkur. Guðm. frá Mosdal. Prentsm. Vesturlands ísafiröi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.