Skinfaxi - 01.09.1929, Page 12
76
SKINFAXI
bókamarkaðinum, og mun hlýhugur gamalla ungmenna-
fjélaga til þess starfs, er bókin á að glæða, hafa ráðið
nokkru um verð hennar.
Vonandi eiga frömuðir lýðskólanna eftir að senda
margt frá sjer, sem skólarnir og ungmennafjeiögin geta
notið í sameiningu, og orðið þeim til eflingar. Enda
geng jeg þess ekki dulinn, að ungmennafjelögin vænta
þaðan þess elds og orku, er þau þarfnast svo mjög til
starfs sfns.
Þórh. Bjarnarson.
íþrótta- og vikivakanámsskeið Hjeraðssambands
Ungmennafjelaga Vestfjarða.
Námsskeiðið hófst á Þingeyri 2. febr. s. 1. og stóð
til 28. s. m. þessar námsgreinar voru kendar: af íþrótt-
um, glfma, leikfimi og fyrirskipanir, og Mullers-æfingar,
— heilsufræði, vikivakar. Kennarar námsskeiðsins voru:
Viggó Nathanaelsson, kendi allar íþróttirnar, Qunnlaug-
ur Þorsteinsson hjeraðslæknir kendi heilsufræði og ung-
frú Unnur Kristinsdóttir kendi vikivaka.
Námskeiðið gekk vel að því fráteknu að „inflúensa"
gerði baganlegan lasleika síðari hluta námsskeiðsins.
Sprettur fyrir prófið var þó rösklega tekinn. Prófið gekk
ágætlega, allir leystu hlutverk sín svo vel, að jeg var
stóránægður með það. Að kvöldi 28. var gllmusýning,
tókst hún vel og enginn meiddist. Vikivakarnir liöfðu
mjög mikla aðsókn 85 þátttakendur auk 60 skólabarna
— 145 alls.
.leg þakka ykkur nemendur minir góða samveru.
Þingeyri I marsnián. 1929.
Viggó Nathanaelsson.