Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 14
78 SKINFAXl starfsemi, og öðrum menningarmálum, nágranna þjóð- auna. Dvaldi hann á kennaranámsskeiði við Iþröttahá- skóla Niels Bukhs í OUerup á Fjóni, fór síðan um Kaupmannahöfn til Stokkhólms og víðar um Sviþjóð. Aðalsteinn Sigmundsson skólastjóri frá Eyrarbakka hefir einnig dvalið erlend- is allan síðari hluta sumars, og ferðast víðsvegar; fór fyrst á allsherjamót skáta f Englandi, síðan til Svíþjóðar og e. t. v. víðar. Hann mun sjálfur greina nánar af ferðum sínum í Skinfaxa, er því ekki vert að orðlengja um ferð hans nú. Það er í ráði að Aðalsteinn gerist starfsmaður Sambands Ungmennafjelags íslands. „Farfugla“fundir (fyrir aðkomandi ungmennafjelaga í Reykjavík) verða haldnir í hverjum mánuði í vetur. Ungmennafjelagið Velvakandi hefir eins og undanfarið þessa starfsemi á sínum vegum, og er fjelögum, sem aðkomandi eru í Reykjavik bent á þetta. Útkoma Skinfaxa hefir dregist fram yfir það sem vera átti, vegna fjar- veru sambandsritara. Sambandsstjórn hafði með sjer fund í Reykjavfk, og önnur fleiri störf f þágu Sambands- ins hafa tafið frá blaðinu. — Virðist dráttur þessi að vonum á betri veg, enda verður engu hefti í fækkaö. Orðsendingar. Sögusöfnunin. — Brjef verður nú sent hverju fjelagi innan Samb. Unif. íslands, — hvatning og fyrirmæli um það, hversu sögusöfnun tjelaganna skuli verða tilhagað. — Er nú heitið á fjelögin, að verða vel við þessari orðsendingu: Ljúka gerðum sfnum á ákvednum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.