Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1929, Blaðsíða 6
70 SKJNFAX! sjerstaklega til viðbúnaðar þjóðhátiðinni á Þingvöllum 1930. Hjeraðssambönd eða einstök fjelög er íþróttanám- skeið hafa haldið (tvö s. 1. ár) hafa notið styrks til þess úr sambandssjóði. Áformað var að halda almennt íþrótta- námskeið í Reykjavík í þessu augnamiði (í sambandi við I. S. í.) en skorti þátttöku. Hinsvegar hafa, tvo sið- astiiðna vetur, allmörg smærri námskeið verið haldin ýmist á vegum hjeraðssambanda eða einstakra fjelaga, er hafa notið styrks úr sambandssjóði. Námskeiðanna frá 1927—28 sem styrks nutu, er getið i Skinfaxa (6. h. 1928). — Námskeiðanna s. 1. vetur hefir einnig að nokkru verið getið. íþróttaskóli Sigurðar Greipssohar sambandsfjehirðis í Haukadal í Biskupstungum tók til starfa á s. 1. hausti með svo mikilli aðsókn, sem rúm leyfði. Starfaði skólinn allan veturinn með ágætum árangri. Er allt útlit fyrir, að skólinn verði íþróttastarfsemi ungmennafjelaganna, og þó einkum eflingu glímunnar, hinn besti styrkur. Vikivakarnir, (íslenskir þjóðdansar) byrjuðu með þvi, að Helgi Valtýsson — sem fremstur manna hafði kynt sjer efni þau, er þar lágu til grundvallar — hóf að kenna þá, eftir beiðni sambandsstjórnar, I sambandi við íþróttanámskeið, sem haldið var í Reykjavík vetur- inn 1926—27. (Námskeiðið var haldið I saml. af í. S. í. og U. M. F. í.) Var tilætlun, að Helgi færi síðar um- hverfis landið til kenslu, en hefir enn ekki haft ástæður til þess. Helgi kendi þó stðan og æfði flokka í Rvlk, bæði í Umf. Velvakandi og Kennaraskólanum. — Á s. 1. hausti hjelt Helgi vikivakanámskeið í Reykjavik fyrir Samb. Ungmf. íslands, með nemendur víðsvegar af landinu. Aðsókn var allgóð, og gafst námskeiðið vel. Eftir að nemendur komu heim aftur, voru víða haldin námskeið, til að kenna dansana. Voru þau hvarvetna vel sótt, og sumstaðar aðsókn svo mikil, að furðu gegndi (T. d. I Dýrafirði og víðar). Þrastaskógur hefir varið hirtur og hans gætt vandlega á hverju sumri, með því að Aðalstefnn Sigmundsson hefir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.