Skinfaxi - 01.11.1929, Side 2
98
SKINFAXI
á Þingvöllum 1930. Eins og gefur að skilja, er fyrsta
skilyrðið til þess að hátíðahöldin takist vel, og komi að
tilætluðum notum, að islendingar fjölmenni til þeirra, og.
taki þátt i þeim. Ungmennafjelagar ættu öðrum fremur
að skilja tilgang hátíðahaldanna og fjölmenna til þeirra.
Allir ungmennafjelagar, sem nokkur tök hafa á, eiga
að mæta á Þingvölium næsta vor, og engan þeirra má
vanta í skrúðgönguna.
2. íþróttif.
Þær eru þess eðlis, að æskan hlýtur altaf að hafa
þær með því fremsta á sinni stefnuskrá. Með tilliti til
andlegs og líkamlegs atgjörfis hljóta ungmenni hverrar
þjóðar að skipa sjer undir þann fána, sem dreginn-er
að hún til eflingar andlegum og líkamlegum þroaka
einstaklinga og þjóða. Ungmennafjelögin hafa skilið og
skilja nytsemi íþrótta, og við treystum fjelagsskap vor-
um til að fylkja sjer undir merki íþrótta, einhuga og
óhikandi. Qert er ráð fyrir, að Iþróttasamband íslands
hafi forgöngu íþrótta á Þingvöllum næsta vor. Enn
fremur er gert ráð fyrir, að U.' M. F. í. gangist fyrir
og stjórni bændaglímu, sem fari fram á hátíðinni.
Við vonum ungmennafjelagar, að þið verðið við
því búnir, að kallað verði til ykkar, og þið beðnir lið-
veitslu við íþróttasýningar á Wngvöllum 1930. Vonum
við að þið verðið jafnvel við bón beggja sambandanna,
og látið ekkert utidir höfuð leggjast, sem miðar að því,
að þið sjeuð sem best viðbúnir þegar kallað verður.
Sjerstaklega viljum við brýna fyrir ungmennafjelögum,
að leggja kapp á íslenska glímu. Það getur ekki talist
vansalaust fytir þjóð vora, ef ísl. gliman skipar ekki
öndvegis-sess íþróttanna 1930.
Að forfallalausu verður sendur maður til fjelaganna
seinnihluta vetrar til þess að kynna sjer ástand fþrótta
meðal fjelaganna, og þá um ieið velja úr þá, sem
hæfastir þykja til þátttöku í ijjróttum á Alþingishótlð-
inni.