Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1929, Page 4

Skinfaxi - 01.11.1929, Page 4
100 SKINFAXÍ 5. Heimilisiðnaðarsýning. Þvi miður, er ekki fyrirsjáanlegt að neitt ætli að verða úr landssýningu eða heimilisiönaðarsýningu 1930. Þó viljum við hvetja ungmennafjelaga að vera við því búnir til siðustu stundar að til þeirra verði kallað um hjálp sjerstaklega til sýningar á heimilisiðnaði. Einnig viljum við geta þess að ef til vill verður útsala á heimaunnum munum í Reykjavík á næsta sumri og væri þá æskilegt að ungmennafjeiagar gætu aukið fjölbreytni og kosti þeirrar útsölu með þátttöku sinni. 6. Framkoma íslendinga 1930. Seint mun það verða of brýnt fyrir íslendingum að vanda framkomu sína á mannamótum. Oft hefir legið mikið við en aldrei meira en nú. Það er viðurkent að gestsaugað sje glöggt og við getum verið viss um að næsta vor verða gestaaugun mörg og að okkur verður ekki hlíft við gagnrýni. Við berum fullt traust tii vor- manna íslands og vitum að þeim er ijóst hver ábyrgð fylgir því, að mæta á Þingvöllum á 1000 ára afmæli Aiþingis. Samt viljum við minna þá á, að best tryggja þeir framkomu sína með því, að fara hvergi út fyrir þau takmörk, sem fjelagslög þeirra setja þeim, halda vel skuidbindingu sína og hafa það hugfast að bera allstaðar uppi hag og heiður þess fjelagsskapar sem þeir hafa heigað krafta sína og traust, Verið Vormenn íslands á Þingvöllum 1930, í þess orðs fylsta skiiningi, og þá munuð þið verða þjóð ykkar og fjelagsskap tii sóma. Engir á Þingvöll, sem ekki treysta sjer til þess. ?. Erlendir gestir. Öæta verða lsiendingar þess, að koma einarðlega fram gegn erlendum gestum. Sá undirlægjuháttur sem sem enn ber nokkuð á hjá íslendingum gagnvart út- lendlngum, má hvergi eiga sjer stað 1930. Einurð og kurteisi eiga að vera skýrt markaðar i framkomu hvers einasta íslendings 1930. Prá og með þvl ári á enginn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.