Skinfaxi - 01.11.1929, Qupperneq 10
106
SKINPAXI
henni því eðlilega starsýnt á það sem tnest er áberandi
og mestum vandræðum veldur. Og hún byrjar með
tþví, að taka saman höndum við þær stefnur sem vinna
á móti vandræða ástandinu og reyna að hnekkja þvi.
Þegar Ungmennafjelagsskapurinn hóf göngu slna
hjer á landi, voru mjög áberandi vandræði sem hiutust
af því, hvað landsmenn fóru gálauslega með áfenga
drykki. Þau vandræði gátu ekki farið fram hjá þeim
unglingum sem gerðust brautryðjendur ungmennafjelags*
skaparins. Og þeir tóku bindindisheit upp i iög fjelags-
skaparins til þess að vinna á móti vandræðunum sem
áfengisnotkunin olli og sem tákn þess anda, sem
fjelagsskapurinn ætlaði að vinna f. Æskan sýndi sinn
óspilta hug og vilja, að vinna gegn öllu því, sem gæti
orðið þjóðinni og einstaklingum hennar til skaða og
vangæmdar.
Þetta er höfuðástæðan fyrir því, að biudindisheit er
tekið upp í lög ungmennafjelagsskaparins strax i
byrjun. Og ef þið viljið, ungmennafjelar góðir, viður-
kenna að stofnendur fjelagsskaparins hafi haft á rjettu
að standa, þá verðið þið lika að viðurkenna, að þeir
menri allir hafa enn á rjettu að standa, sem vilja ekki
afmá bindindisheitið úr lögum ungmennafjelaganna.
Binbindisheiti ungmennafjelaga er fundið aðallega
tvent til foráttu. Fyrst það, að utan fjelagsskaparins
standi margir mætir menn, sem ekki vilja leggja þann
kross á sig, að gerast bindindismenn og annað þaö
að bindindissheitið sje brotið innan fjelaganna.
Hvorutveggja hefir efalaust við gild rök að styðjast
og skal þvi hjer athugað nokkuð.
Fyrst kemur þá til greina hvað sje bindindi. Jeg
vil halda því fram, að biridindi sje ekkert annað en
sjálfsafneitun. Maður sem geríst bindindismaður, hann
neitar sjer um þá nautn, að neyta víns þegar hann
kann að langa til þess, eða er boðið það. Jeg geng
nú út frá því, að það sje rjett, að fátt þroski manninn
meira en sjálfsafneitun, og þá verður það jafnframt