Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 1
Skinfaxi 2. 1930.
Húsdrápa.
Sungin við vígslu samkomuhúss U. M. F. Geisla,
að Hólmavaði i Aðaldal.
Hér berumst vér i'yrir með bólstaðinn þann,
er byggðin sér reisti, og flokkumst um liann,
við einkennin skýrustu: ána sem rann,
sinn eldgamla feril, um jörð þá, er brann.
Við ána, sem mýkti það eldrauna íar,
er öll þessi byggð var sem lemstraður nár.
Sem enn er að græða þau örkumla sár,
með afrekin fögur, en glæstari spár.
Hér berumst vér fyrir með lög vor og ljóð
og leiki’ og skemmtanir, fjör vort og glóð.
Við syngjandi árinnar eldrauna slóð
er altari vigt fyrir kapp vort og móð.
Við bér munum standa og stengja vor heit,
að styrkja og upphefja lýð vorn og sveit,
að árinnar dæmi, þvi al])jóð það veit
að urðirnar bér gerði’ hún skrúðgrænan reit.
Við hér munum safnast er hamingju blær
um huga vorn leikur, og blómskrúðið grær.
Við liér munum standa’, er í harðbakkann slær
og lnigsa vort ráð, þegar vandinn er nær.