Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 2
26 SKTNFAXI Og hér, þegar rekur í raunirnar mest og ráðþrotin vefjast um málefnin flest, þá hygg ég að dugi’ okkur dæmi þitt bezt, þú djúpúðga móða, við eldraunir fest. Því reynslunnar djúpvitru gætni og gaum og gjálifsins hvikulu sveipi og flaum, og áhugans framsókn og æskunnar draum vér öll saman skynjum í móðunnar straum. En vitum vér æ liafa yfirhönd þó liinn ásækna kraft, sem í djúpinu i)jó, er dropunum þjappar og þokar að sjó, því þar er það takmark, sem lindinni hló. Sá kraftur, sem aldrei til kyrstöðu snýr, er kallar og áminnir, hiklaus og skýr, úr tómlátum sikjum og svifum hann knýr, og seiðir í hljóm sinn þá þögn, er þar hýr. Og æ befir köllun og áminning sú frá árinnar strengleikum hljómað sem nú, svo heit eins og elskan, svo lijartnæm sem trú, svo hugglöð sem æskan, er reisir silt l)ú. Þeim krafti, sem árstraum í farveg gat fellt og frjómagn lians lætur við gjafverði selt og skæðastri eldraun í skefjum þeim hélt, að skýrasta gull varð í þyrnisveig smellt. Þeim krafti, er sendir oss sólbráð og él, er samfjötrar efnið og brýtur í mél, og hnöttunum slöngvar — eg hús þetta fel og hag okkar allra. Og lifið svo vel! Indriði Þórkelsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.