Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1930, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1930, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI kvæðin, lýsa bjartsýni skáldsins, víðfaSma trú á gróSurmögn lífsins, gæSi landsins og lífsþrótt þjóSarinnar; þau eru fagn- aSar-óSur um átthagana, þjóSIegar venjur og verSmæli og manngildi cinstaldingsins, sem vex upp af þeim rótum. MáliS á kvæSunuin er kjarnmikið og hreim-þrungið. Æskan er hvött til dáða og framsóknar. Sum af þessum kvæðum hafa birzt á prenti, t. d. i „EimreiSinni“, fyrir mörgum árum, þar sem ritað var um alþýðuskáld Þingeyinga. Eitt af merkustu kvæðum höfundarins er „Vonin“. ÞaS lýsir bezt trú hans á lífs-sannindin. Það hefir hann flutt á sam- komum með áhrifamiklum áherzlum og heitum huga, eins og honum er lagiS. Mikill hluli af þeim kvæSum Indriða, sem hlöðin hafa flutt, eru meS fyrirsögninni: „Baugabrot“. Kennir jiar ýmsra grasa. Þar eru eftirmæli, árstiðalýsingar, minningaljóð o. m. fl. Flest eftirmælaljóðin eru svo fjölþætt, að myndin af maniiinum og verkum lians, er greypt i málverk af umhverfinu, sem hann hjó i, náttúruöflunum og erfiðleikunum sem hann átti við að etja. Úr þeim flokki má nefna þessi kvæði um Eirík á Veiga- stöðum, Kristján á HólmavaSi, Jónas i Fells-seli, SigriSi á Kotamýrum, séra Benedikt á GrenjaSarstað, Sigurð ráðherra á Yzta-Felli, og síðast en ekki sízt vísur um Bólu-Hjálmar, sem eru fremur minningarljóð en eftirmæli. Þá má að lokum nefna ljóðaflokk einn, fjölbreyttan að efni, en það eru gamanvísna-bragir, stökur og kveðlingar, sem bor- ist hefir manna á milli, einkum innanhéraðs, en að litlu leyti birzt á prenti. ÞaS er kunnugt, að ýmsir rithöfundar eru sífellt á stjái hjá bókaútgefendum og ritstjórum blaða og tímarita, lil þess að koma skáldskap sínum á framfæri og vinna sér lil lofs eða annarra launa. En Indriði á Fjalli er þessum mönnum svo andstæður, sem hugsast getur. Hann er mjög tregur til þess að láta ljóS sín koma fyrir almenningssjónir. Þrátt fyrir ítrek- aðar óskir og áskoranir frá ýmsum vinum sínum og kunnustu rithöfundum þjóðarinnar, hefir hann ekki fengizl til að safna kvæðum sínuin til útgáfu. Það eru þvi horfur á, að liann ætli að láta hera bókmenntafjársjóði sína í haug með sér látnum, eins og siður var ýmsra fornmanna um fjármuni sína og aðr- ar gersemar. En vonandi er að hann snúi þó frá því og noli þau ár, sem hann á eftir, til þess að búa kvæði sín til prent- unar og vinna úr fræðasafni sínu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.