Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 11
SKINFAXI 35 komnir af kjarnanum úr norsku þjóðinni. Gömlu nor- rænu hetjurnar þoldu ekki, að beygja sig fyrir Har- aldi hárfagra, heldur flýðu land sitt. Þeir unnu svo frelsinu, að þeir yfirgáfu ættjörð sína, til þess að öðl- ast það. Allar þær hörmungar, sem yfir íslendinga liafa dunið, hafa eytt mörgum merkjum á þjóðinni, um ættgöfgi. Samt hafa fjölmörg þeirra lifað fram á þenna dag. Það, að eiga fræga og göfuga forfeð- ur, hlýtur að vera örfandi fyrir afkomendur, aulc þess, sem vissa er fyrir því, að kippir í kynið. Því að ef forfeður eru miklir menn, liljóta afkomendur að verða miklir að einhverju leyti. Það er þá mikið unn- ið mcð því, fyrir hverja þjóð, að vera stórættuð. Fáar þjóðir í heimi eiga eins nálcvæma sögu og við íslendingar, allt frá upphafi sínu. Við eigum sögu, sem segir okkur frá þjóðveldistímum þjóðarinnar, þegar gullöld var í landinu. Saga þjóðarinnar sýnir, livernig lienni hnignaði með tímanum, unz landið komst undir erlent vald og frelsið og þjóðveldið lineig til grunna að mestu, sökum skammsýni og mann- gildisskorts þjóðarinnar, eða einstakra manna henn- ar. Þá vantaði annan Einar Þveræing, sem mcð speki sinni gæti bjargað þjóðinni undan erlendri ásælni, eins og á Alþingi árið 1024. Einnig sýnir sagan okk- ur glögglcga, þegar bágindi þjóðarinnar voru orðin svo mikil, að til mála kom, að flytja hana suður á Jótlandsheiðar. Líka sýnir sagan okkur, hvernig rofa tók í austri fyrir nýjum degi, með nýjum tímum, og mönnum — mönnum, sem fórnuðu öllu lífi sínu og störfum á altari föðurlandsástar, og hvernig fórnir þeirra höfðu álirif á velferð lands og þjóðar, þá er ísland varð fullvalda og frjálst riki árið 1918. Það verður að telj- ast mjög rnikið unnið með því, að eiga þannig skráða sögu þjóðar sinnar, enda er það almennt viðurkennt. Eins og áður er drepið á, dóu mörg einkenni is-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.