Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 13
SKINFAXI
37
miklir eru málamenn og liafa gott vit á slíkum hlutum.
Mætti nefna dæmi þcss, en slíkt er óþarft. — Þar
sem málið er eitt af höfuðeinkennum liverrar þjóð-
ar, er ekki lítið unnið með þvi, fyrir hverja einstaka
þjóð, að það sé sem fegurst og fullkomnast; og þar
sem við íslendingar eigum því láni að fagna, meg-
um við telja það mjög mikils vert. Þar sem við cig-
um svo mjög fullkomið mál, á það að vera okkur
hvöt til þess, að læra það sem hezt og varðveita það
fyrir öðrum ómerkari málum, t. d. dönsku. Ef við
gerum það ekki, ber það vott um, að við séum ekki
færir um að eiga dýrmætan gimstein, né meta það,
sem gott er. Og mikil skömm væri það okkur íslend-
ingum, að lýna máli okkar nú, einmitt eftir að það
liefir lifað af öll þau mein og allar þær hörmung-
ar, sem yfir þjóð okkar liafa dunið.
Ank þess, sem við eigum fornritliöfundum okkar
það að þakka, að þeir áttu drýgstan þátt í því, að
við týndum ekki máli okkar, eigum við þeim að
þakka, að við eigum dýrgrip, sem ekki verður til verðs
metinn, en það er fornbókmenntir okkar: Eddur og
íslendingasögur og fleiri gullvæg rit. Eddurnar eru
tvær: Sæmundaredda og Snorraedda. Sæmundar-
cdda, eða ljóðaedda, er safn af fornum goðakvæðum,
sem talin eru ort vera á 10. og 11. öld, cn færð í eina
heild um miðja 12. öld. Orðið edda telja sumir eiga
eitthvað skylt við orðið óður. Vafamál er það talið,
livort kvæði þessi séu ort á íslandi; hafa verið mjög
skiftar skoðanir um jiað meðal fræðimanna. Þó er
mjög líklegt, að þau séu flest á íslandi ort, eins og
líka margir fræðimenn álíta. En hvað sem þvi líður,
er það þó Islendingum að þakka, að kvæði þessi hafa
geymst fram á þenna dag. Ókunnugt er mönnum al-
veg um höfunda kvæðanna né safnanda, nema talið
er víst, að Sæmundur fróði standi- í engu sambandi við
þau, eins og nafnið hendir þó til. Eddukvæðin eru