Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1930, Page 14

Skinfaxi - 01.02.1930, Page 14
38 SKINFAXI talin gimsteinn í heimsbókmenntunum. Fleiri kvæði eigum við í fornbókmenntum vorum, en Eddukvæðin skara fram úr þeim öllum. Snorraedda er, eins og nafnið bendir til, eftir Snorra Slurluson, sem er ein- bver frægasti rithöfundur bcims. Þessi edda er nokk- urskonar kennslubók í skáldskap. I henni eru, með- al annars, sögur af guðum Norðurlandabúa. Edda er talin mikið snilldarverk, eins og allt, sem Snorri Sturluson ritaði. íslendingasögur eru taldar að vcra í letur færðar á 12. og 13. öld, en viðburðirnir, sem þær segja frá, gerðust á 9., 10. og 11. öld. Þess vegna vefengja ýmsir sögur þessar og efast um sannleiksgildi þeirra. Halda þeir, að sagnirnar hafi lilotið að skekkjast og fjar- lægjast sannleikann á svo löngum tíma, sem leið frá því viðburðirnir gerðust, sem sögurnar segja frá, og þar til þær voru rilaðar. Tortryggni þessi mun samt vera á litlum rökum reist. Að vísu munu sögurnar liljóta að hafa blandazt lijátrú og munnmælum, en í aðalalriðum munu Islendingasögur vcra sannar. Eigi vitum við, hverjir rilað iiafa íslendingasögur; verðum við því að reisa allt á getgátum um það. Sögurnar scgja flestar frá sérstökum mönnurn eða ættum og ncfnast því ættarsögur. Aðrar eru hcraðs- sögur, svo sem Njála, sem talin er einna merkust þeirra. Er talið, að liún jafnist l'ullkomlega á við það ]>ezta í bókmenntum heimsins. íslendingasögur eru einkum taldar ritaðar á kjarngóðu máli. Eru þær fyrirmynd annarra rita uin það. Málsnilldin og rit- fimin skína út úr hverri blaðsíðu í þeim. Sá, sem hefir lesið sögurnar einu sinni, freistast til að lesa þær aftur. Er það fátítt um bækur. Fornbókmenntir okkar liafa yfirleitt afarmikið bókmenntalegt gildi. Bókmenntir okkar íslendinga að fornu lýsa einkar vel live Islendingar hafa verið hugmyndarík þjóð. Hug-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.