Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1930, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1930, Blaðsíða 18
42 SKINFAXI ar vinalegu, hlýlegu liæðir og nes, er teygja sig norð- ur í Álftavatnið, og ætíð hefi eg fundið það sama, að Aðalsteinn Iiefir verið knýttur einhverjum ósýni- legum tryggðaböndum þessum dásamlega stað. En i kvöldkyrrðinni hefi eg ósjálfrátt farið að raula þess- ar ljóðlínur: Plöntum, græðum rein við rein; ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein, allir leggjum saman. Á næstu árum á ekki aðeins einn ungmennafélagi að vinna í Þrastaskógi. Vormánuðina eiga þeir að dvelja þar í hópum, sjólfhoðaliðar, með styrk frá félögum heima fyrir. Á tvennan hátt eiga ungmennafélagar að afla Þrastaskógi vinnu. Stjórn U. M. F. I. getur í fyrsta lagi efnt til skógræktar- og garðyrkjunámsskeiða í skóginum, fyrir ungmennafélaga, 4—6 vikna tíma að vorinu. Þar mætti og kenna ýmsar útiiþróttir, sér- slaklega þá sund og íslenzka glímu. Að sjálfsögðu yrði að sjá námskeiðsmönnum fyrir fræðandi erind- um eða fyrirlestrum, minnst tvisvar i viku, og þá sér- staklega um þau efni, er þeir legðu stund á verk- lega, og um útilíf og náttúrufræði. Ungmennafélög hvaðanæfa, úr liinum hreiðu hyggðum landsins, mundu vafalaust styrkja að nokkru félaga sína 1—2 árlega, til að sækja slík námsskeið, og legðu þau þó öll á óbeinan liátt Þrastaskógi til vinnu og flýttu fyrir þroska Iians. — Ekki fyndist mér heldur ósennilegt, að einstaka lireppsfélag veilli efnilegum ungum mönnum, sem eiga ekki kost á að ganga í framhaldsskóla, einskonar „utanfarar- styrk“ í þessu skyni. Að sjáll'sögðu yrði U. M. F. í. að greiða verkstjórn, kennslu og annan kostnað, er af slíkum vornámsskeiðum hlytist. Önnur sjálfsögð leið, er velja her til að afla Þrasta-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.