Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 3
SIÍINFAXI 3 líklegast sýnist til alliliða vaxtar og þroska barn- anna, livers um sig. Ef lýsa ætti i einni setningu uppeldishugsjón þeirri, er birtist í skólum og ritum Carletons Wasbburne, þá yrði hún eitthvað 4 þessa leið: Uppeldisvísindin í þjónustu Nýskólanna, til sívaxandi liamingju fyrir börnin, þjóðfélagið og mannkynið. En nú skal vikið að því, er vera skyldi aðalefni þessarar greinar: Rannsókn, sem Wasbburne safn- aði drögum til víðsvegar urn Európu og Asíu árið 1930—1931, á þvi, hvert stefni i uppeldismálum þjóð- anna á yfirstandandi tíma. Tel eg rétlast, að láta Wasliburne sjálfan hafa scm mest orðið, og tek því upp frásögn úr ritgerð eftir bann, sem birtist í síð- ustu október- og nóvembcrheftum tímaritsins „L’Ecole Liberatrice“, sem gefið er út i París: llannsókn þessi liófst á þann liátt, að Washburne sendi fyirrspurnir til allra merkustu uppeldisfræð- inga og heimspekinga Evrópu og Asíu. Tilganginn með fyrirspurnunum munu menn skilja af eftirfar- andi ummælum Wasliburnes: „Þegar um uppeldi ræðir, er rétt að gera greinar- mun á markmiðum og tækjum. Það er hlutverk lieim- speki og innblásturs, að ákveða markmiðin, en um tækin fjalla uppeldsvísindin. Vér verðum að játa, að í flestum löndum er upp- eldiði skipulagt, án þess að því sé sett skýr og ákveð- in markmið, eða þá að markmiðin eru skilgreiud með svo myrkum og almennum orðum, að þær skil- greiuingar eru ónothæfar sem leiðarvisir fyrir upp- eldisvísindin. En þrátt fyrir þelta liafa menn aldrei mcð meiri ákal'a en einmitt nú, snúið sér til upp- eldisins og krafizt af því úrlausna á mikilsverðustu viðfangsefnum. Það virðist svo, sem mannkynið sé smátt og smátt að vakna til meðvitundar um mögu- leika sína til þess að skapa sjálfu sér örlög. Ilvort-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.